Innlent

Guardian birtir útdrátt úr bók Þórdísar og Tom um kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fyrirlestur Þórdísar og Toms hefur vakið athygli víða um heim.
Fyrirlestur Þórdísar og Toms hefur vakið athygli víða um heim. Mynd/Marla Aufmuth
Breski fjölmiðillinn The Guardian hefur birt útdrátt úr bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri. Útdrátturinn er birtur á forsíðu netútgáfu The Guardian.

Bókin nefnist Handan fyrirgefningar, eða South of Forgiveness, og fjallar m.a. um samband þeirra, ofbeldið sem átti sér stað og leiðina að fyrirgefningu.

Þegar Þórdís Elva var 16 ára unglingur í Reykjavík var henni nauðgað af kærasta sínum, ástralska skiptinemanum Tom. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði djúpstæð áhrif á alla hennar tilveru.

Mörgum árum síðar skrifaði hún Tom og lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana, í tilraun til að skila skömminni og rjúfa eigin þögn. Hún bjó sig undir neikvæð viðbrögð en fékk þess í stað skilyrðislausa játningu frá Tom, með ósk um að gera upp fortíðina í sameiningu.

Úr varð bókin sem um ræðir en útdrátt úr henni má lesa hér.

Þórdís Elva og Tom héldu sameiginlegan TED-fyrirlestur um efni bókarinnar sem vakti heimsathygli og fjallað var um hann víða um heim.


Tengdar fréttir

Samfélagsmiðlar voru rauðglóandi vegna samstarfsins

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, hefur verið á allra vörum síðan á þriðjudag en TED-fyrirlestur sem hún hélt ásamt Tom Stranger, manninum sem nauðgaði henni þegar hún var 16 ára, fór sem eldur um sinu á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×