Reykskynjari bjargaði lífi fjölskyldu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2017 18:45 Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira