Bóndinn á Ósi býður gesti að taka í pensil Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46