Innlent

Vaðlaheiðin logaði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vaðlaheiðin logaði í gær.
Vaðlaheiðin logaði í gær. Mynd/Páll A. Pálsson
Það var mikið um dýrðir í Vaðlaheiði gegnt Akureyri í gær þegar skátar minntust þess að 100 ár eru frá því að skátastarf hófst á Akureyri. Texti með orðunum skátar í 100 ár var tendraður í hlíðum Vaðlaheiðar.

Undirbúningur hófst fyrir jól með því að safna saman um rúmlega 400 mandarínukössum sem fylltir voru með sagi í síðustu viku. Alls voru 425 punktar í þessum 12 stöfum sem mynda orðin skátar í 100 ár.

Skátarnir fengeu aðstoð frá björgunarsveitinni Súlum við að flytja efniviðinn síðasta spölinn. Það voru 20 skátar sem unnu allan daginn við að koma þessu fyrir í snarbrattri brekkunni. Stafirnir voru um 20 metra háir og þeir breiðustu um 10 metrar á breidd. Tendrað var í þessu með kyndlum og voru tveir sem kveiktu í hverjum staf.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skátar kveikja í í hlíðum Vaðlaheiðar en í rúmlega 30 ár sáu skátarnir um að tendra ártal í heiðinni á gamlaárskvöld

Margvísleg dagskrá verður á afmælisárinu en stærsti viðburðurinn verðu í ágúst þegar öllum sem vilja verður boðið í útilegu að Hömrum þar sem afmælinu verður fagnað með sérstökum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×