Innlent

Gæslan flaug með páskaegg á Bolafjall

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sáttir með eggin.
Sáttir með eggin. Mynd/Landhelgisgæslan
Fyrr í vikunni fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, í hefðbundið eftirlitsflug vestur af landinu og tók svo eina æfingarlendingu á fjallseggjunum við ratsjárstöðina á Bolafjalli við Ísafjarðardjúp.

Áhöfnin kom ekki tómhent á Bolafjall heldur hafði hún í farteskinu tvö dýrindis páskaegg handa starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í ratsjárstöðinni, þeim Guðmundi Ragnarssyni staðarumsjónarmanni og Gareth Randall, að því er segir í frétt á vef Landhelgisgæslunnar.

Á bakaleiðinni flaug þyrlan þvert yfir Ísafjarðardjúp og þaðan suður með Ströndum og inn Hrútafjörðinn. Fáir bátar sáust á leiðinni enda flestir líklega farnir í páskafrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×