Innlent

Kom sér illa að hafa ekki SIF

Svavar Hávarðsson skrifar
Flugvélin TF-SIF hefur löngum stundum dvalið erlendis í verkefnum sem er hluti af fjármögnun Gæslunnar.
Flugvélin TF-SIF hefur löngum stundum dvalið erlendis í verkefnum sem er hluti af fjármögnun Gæslunnar. vísir/stefán
„Við þessar aðstæður hefði verið æskilegt að flugvélin TF-SIF hefði verið til taks. Hún hefði sennilega tekið eftir þessu skipi mun fyrr en raunin varð,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um veru rannsóknaskipsins Seabed Con­structor innan íslensku efnahagslögsögunnar undanfarnar vikur.

SIF fór suður í Miðjarðarhaf til landamæraeftirlits fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex,­ um miðjan janúar, og kom aftur hingað til lands í marslok. Vélin er núna í hefðbundnu viðhaldi.

Georg segir að vegna fjárhagsstöðu Landhelgisgæslunnar sé útlit fyrir að hún verði aftur leigð til erlendra verkefna síðar á árinu.


Tengdar fréttir

Fjársjóðsleit eða er skipið yfirvarp?

Leiga á rannsóknaskipi eins og Seabed Constructor er um 10 milljónir á dag. Landhelgisgæslan hafði fylgst með skipinu dögum saman áður en það var fært til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×