VÍS komið með 25 prósent í Kviku eftir kaup á hlut Seðlabankans Hörður Ægisson skrifar 12. apríl 2017 07:30 VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga núna 40% í Kviku. Fréttablaðið/GVA Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á 3,06 prósenta hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) í Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir kaupin á VÍS liðlega 25 prósenta hlut og er langsamlega stærsti einstaki hluthafi fjárfestingabankans. Hlutur ESÍ var auglýstur til sölu um miðjan síðasta mánuð. Áður hafði VÍS staðið fyrir kaupum á tæplega 22 prósenta hlut í Kviku í ársbyrjun og nam heildarkaupverðið þá um 1.655 milljónum króna. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hvað félagið greiddi fyrir hlut Seðlabankans í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar VÍS keypti bréf í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, þá nemur kaupverðið um 230 milljónum króna. Í hluthafahópi Kviku eru jafnframt tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í desember 2016 auk þess sem félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti á sama tíma um sjö prósent. VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga því núna samanlagt um 40 prósenta hlut í Kviku banka. Svanhildur Nanna var sem kunnugt er kjörin stjórnarformaður VÍS þann 15. mars síðastliðinn og tveimur vikum síðar tilkynnti Herdís Dröfn Fjeldsted, sem hafði áður gegnt starfi stjórnarformanns, að hún hefði ákveðið að segja sig úr stjórn félagsins. Þá var Guðmundur Örn jafnframt kjörinn í stjórn Kviku banka fyrir skemmstu. Fram kom í fréttaskýringu Markaðarins í síðustu viku, þar sem greint var frá því hvernig einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS væru búnir að ná völdum í stjórn tryggingafyrirtækisins, að með þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn þess væru auknar líkur á því að félagið muni áður en langt um líður falast eftir meirihluta í Kviku. Þannig er vitað að helstu einkafjárfestar VÍS, sem eiga núna þrjá af fjórum fulltrúum í stjórn félagsins, hafa talað hvað mest fyrir sameiningu eða frekari kaupum í Kviku, meðal annars í því skyni að ná fram samlegðaráhrifum í eignastýringarstarfsemi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á 3,06 prósenta hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) í Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir kaupin á VÍS liðlega 25 prósenta hlut og er langsamlega stærsti einstaki hluthafi fjárfestingabankans. Hlutur ESÍ var auglýstur til sölu um miðjan síðasta mánuð. Áður hafði VÍS staðið fyrir kaupum á tæplega 22 prósenta hlut í Kviku í ársbyrjun og nam heildarkaupverðið þá um 1.655 milljónum króna. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hvað félagið greiddi fyrir hlut Seðlabankans í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar VÍS keypti bréf í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, þá nemur kaupverðið um 230 milljónum króna. Í hluthafahópi Kviku eru jafnframt tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í desember 2016 auk þess sem félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti á sama tíma um sjö prósent. VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga því núna samanlagt um 40 prósenta hlut í Kviku banka. Svanhildur Nanna var sem kunnugt er kjörin stjórnarformaður VÍS þann 15. mars síðastliðinn og tveimur vikum síðar tilkynnti Herdís Dröfn Fjeldsted, sem hafði áður gegnt starfi stjórnarformanns, að hún hefði ákveðið að segja sig úr stjórn félagsins. Þá var Guðmundur Örn jafnframt kjörinn í stjórn Kviku banka fyrir skemmstu. Fram kom í fréttaskýringu Markaðarins í síðustu viku, þar sem greint var frá því hvernig einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS væru búnir að ná völdum í stjórn tryggingafyrirtækisins, að með þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn þess væru auknar líkur á því að félagið muni áður en langt um líður falast eftir meirihluta í Kviku. Þannig er vitað að helstu einkafjárfestar VÍS, sem eiga núna þrjá af fjórum fulltrúum í stjórn félagsins, hafa talað hvað mest fyrir sameiningu eða frekari kaupum í Kviku, meðal annars í því skyni að ná fram samlegðaráhrifum í eignastýringarstarfsemi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira