Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Hörður Ægisson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Sá sem stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka – og hefur allt ákvörðunarvald um fjárfestingar þess – er Frank Brosens, eigandi sjóðsins. Nordicphotos/Getty Images Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna. Þar munar langsamlega mest um tæplega 40 prósenta hlut Taconic Capital í Kaupþingi. Sjóðurinn meira en tvöfaldaði hlut sinn í fyrra með uppkaupum á bréfum annarra hluthafa, meðal annars með kaupum á sex prósenta hlut Seðlabankans fyrir um 19 milljarða, en miðað við áætlaðar endurheimtur má gera ráð fyrir að hlutur Taconic Capital í Kaupþingi sé núna í kringum 130 milljarða króna virði. Sú fjárfesting mun aukast enn frekar á næstunni þegar vogunarsjóðurinn hyggst bæta við hlut sinn í Arion banka. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur vogunarsjóðurinn, sem keypti nýverið 9,99 prósenta hlut fyrir 16,7 milljarða, sent tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins (FME) þar sem hann fer þess á leit að hefja formlega það ferli að vera metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Var tilkynning Taconic Capital send til FME síðastliðinn fimmtudag en stofnunin hefur 60 virka daga til að afgreiða umsóknina frá staðfestingu fullbúinnar tilkynningar.Attestor næstir í röðinni Þrátt fyrir að Taconic Capital fari ekki sem stendur með virkan eignarhlut, sem miðast við tíu prósenta hlut í fjármálafyrirtæki, þá hefur verið mjög rík krafa á meðal stjórnmálamanna að FME framkvæmi sem fyrst hæfismat á hinum nýju hluthöfum Arion banka. Tilkynning vogunarsjóðsins til Fjármálaeftirlitsins í síðustu viku um að hefja slíkt hæfismat er vegna yfirlýstra áforma Taconic Capital – og tveggja annarra sjóða sem keyptu jafnframt hlut í bankanum af Kaupþingi – að nýta sér kauprétt síðar á árinu og eignast þannig meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Markaðarins stefnir vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem á sömuleiðis 9,99 prósenta hlut í Arion banka, að því að tilkynna FME um að hann hyggist eignast virkan eignarhlut í bankanum fyrir eða strax eftir páska. Á meðan undirbúningur og vinna Fjármálaeftirlitsins stendur yfir um að meta hvort sjóðirnir uppfylli kröfur um að gerast virkir eigendur að fjármálafyrirtæki hafa þeir, eins og fram hefur komið í tilkynningu frá FME, fallist á að eignarhlutum þeirra í Arion banka fylgi ekki atkvæðisréttur. Vogunarsjóðirnir eru því í reynd áhrifalausir hluthafar á meðan beðið er niðurstöðu þess hæfismats.Kaupin drifin áfram af Taconic Fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Arion banka – Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs – eru sem kunnugt er jafnframt stærstu hluthafar Kaupþings en samanlagður hlutur þeirra í félaginu nemur um 70 prósentum. Á tímabili leit þó út fyrir að Taconic Capital yrði eini sjóðurinn sem myndi kaupa í bankanum. Frá og með haustinu 2016, samhliða því að Kaupþing átti í viðræðum við ráðgjafa íslenskra lífeyrissjóða um kaup á stórum hlut í bankanum í lokuðu útboði, voru uppi áform um að einhverjir í hluthafahópi Kaupþings myndu skuldbinda sig til að fjárfesta í Arion banka á sama gengi og lífeyrissjóðirnir. Taconic Capital gerði þannig strax tilboð í hlut í bankanum í desember í fyrra, samkvæmt heimildum Markaðarins, en á þeim tíma voru aðrir fjárfestingasjóðir á meðal hluthafa Kaupþings ekki reiðubúnir að gera slíkt hið sama. Sú afstaða tók hins vegar breytingum á þessu ári og um tveimur mánuðum síðar, eða þann 12. febrúar, náðist samkomulag, með ýmsum fyrirvörum, um að fjórir stærstu hluthafar Kaupþings myndu kaupa 29,2 prósenta hlut í Arion banka auk þess að eiga kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar síðar á árinu – áður en fyrirhugað útboð og skráning á bankanum fer fram. Kaupverðið nam 48,8 milljörðum, eða á genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2016. Eftir að tilkynnt var formlega um kaupin 19. mars var frekari viðræðum við lífeyrissjóðina slitið en þeir höfðu haft uppi áform, enda þótt ekki hafi verið búið að skrifa undir neitt samkomulag á þeim tíma, um að eignast 20 til 25 prósenta hlut í Arion banka.Veðjar á hagsveifluna Í krafti eignarhlutar síns í Kaupþingi hefur Taconic Capital haft afar mikil ítök í söluferli Arion banka á undanförnum mánuðum og misserum. Til marks um þau áhrif sjóðsins innan Kaupþings þá voru þeir Paul Copley, núverandi stjórnarmaður og forstjóri, og John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, fengnir til liðs við félagið í ársbyrjun 2016 fyrir tilstuðlan Keiths Magliana, en hann hefur stýrt umsvifum Taconic Capital hér á landi frá því að sjóðurinn keypti fyrst kröfur á Kaupþing 2012. Í kjölfarið var Madden kjörinn í stjórn Arion banka í september í fyrra og er hann sá eini í stjórn bankans með bein tengsl við Kaupþing. Þrátt fyrir að sjóðurinn sjái fyrir sér að hægt verði að ná fram hagræðingu í rekstri Arion banka – og þannig mögulega losa um hlut sinn með hagnaði eftir að hann verður skráður á markað – þá er fjárfesting hans í bankanum, að sögn þeirra sem þekkja vel til, ekki síður hugsuð sem veðmál á hagsveifluna á Íslandi. Til marks um það er Taconic Capital hlutfallslega minnst varinn gagnvart gengissveiflum krónunnar í tengslum við kaup sjóðanna á hlut í Arion banka. Þannig er vogunarsjóðurinn með samninga um gengisvarnir sem nema undir 40 prósentum af fjárfestingu hans í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins, en til samanburðar gerði Och-Ziff Capital gjaldmiðlaskiptasamninga sem tryggja að fjárfesting sjóðsins er að stærstum hluta varin fyrir gengi krónunnar. Spurður af hverju sjö milljarða dala vogunarsjóður væri að fjárfesta í viðskiptabanka á Íslandi, benti Frank Brosens, stofnandi og eigandi Taconic Capital, í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 20. mars síðastliðinn, á sterka stöðu hagkerfisins og þann mikla viðsnúning sem hefði orðið á undanförnum árum. „Þegar þú lítur á tölur um hagvöxt, mikinn viðskiptaafgang, ört vaxandi gjaldeyrisforða og litlar skuldir ríkisins þá er efnahagsstaða Íslands á pari við það sem best gerist hjá nokkru öðru ríki í heiminum. Efnahagsumhverfið er því mjög gott og núna þegar Ísland er að brjótast út úr höftum virðist það ætla að vaxa jafnvel hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Brosens. Hann væri því þeirrar skoðunar, með hliðsjón af styrkleika hagkerfisins, að gengi krónunnar myndi haldast sterkt og sjóðurinn vilji því fjárfesta í henni.Taconic Capital sendi tilkynningu til FME síðastliðinn fimmtudag þar sem sjóðurinn óskaði eftir því að hefja formlega það ferli að verða metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka.vísir/eyþórStór í vaxtamunarviðskiptum Taconic Capital hefur nú þegar notið góðs af gengisstyrkingu krónunnar á síðustu misserum en sjóðurinn var á meðal þeirra sem stóðu að baki samtals um 80 milljarða innflæði gjaldeyris á árunum 2015 og 2016 vegna fjárfestinga í íslenskum ríkisskuldabréfum. Langsamlega umsvifamestu sjóðirnir í þeim viðskiptum, þar sem aðdráttaraflið var ekki hvað síst að hagnast á nærri 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, voru fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance og BlueBay Asset Management. Fjárfesting sjóða á vegum Taconic Capital í íslenskum ríkisskuldabréfum á þessum tíma nam hins vegar á bilinu 5 til 10 milljörðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þeir sjóðir sem keyptu ríkisskuldabréf í gegnum nýfjárfestingaleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015, skömmu eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta, hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig mætti taka sem dæmi að ef Taconic Capital hefur keypt fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, gæti sjóðurinn selt þau bréf í dag og innleyst um 25 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 2,5 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Slík vaxtamunarviðskipti stöðvuðust hins vegar nánast alfarið í júní 2016 þegar Seðlabanki Íslands kynnti svonefnt fjárstreymistæki í því skyni að stemma stigu við of miklu skammtímainnflæði fjármagns.Seldi allt í skráðum félögum Taconic Capital hóf jafnframt á árinu 2016 að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði með kaupum á bréfum í ýmsum skráðum félögum. Þannig átti sjóðurinn í árslok 2016 meðal annars hlutabréf í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Það sem af er þessu ári hefur sjóðurinn hins vegar selt öll bréf sín í skráðum félögum á Íslandi en samkvæmt lista yfir alla hluthafa fyrrnefndra félaga í lok síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, hafa sjóðir Taconic Capital losað um þá eignarhluti.Við staðfestingu nauðasamninga Glitnis í árslok 2015 var Taconic Capital á meðal tíu stærstu kröfuhafa gamla bankans. Ári síðar var sjóðurinn búinn að stækka verulega hlut sinn en samkvæmt nýjum ársreikningi Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem var stofnað á grunni eigna slitabúsins, var Taconic Capital orðið stærsti hluthafi félagsins með liðlega 23 prósenta hlut. Miðað við áætlaðar heimtur hluthafa Glitnis má gera ráð fyrir að hlutur vogunarsjóðsins á þeim tíma hafi verið metinn á um 5 milljarða króna. Ólíkt Kaupþingi, en heildareignir þess námu um 400 milljörðum í lok síðasta árs, hefur Glitnir umbreytt nánast öllum eignum sínum í reiðufé og greitt út til hluthafa og að óbreyttu verður því verkefni að mestu lokið á þessu ári.Fjárfestingarvaldið í höndum Brosens Sá sem stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka – og hefur þar með allt ákvörðunarvald um fjárfestingar þess – er Frank Brosens en hann er jafnframt á meðal endanlegra eigenda að sjóðnum sem hefur keypt í bankanum. Áður en Brosens stofnaði vogunarsjóðinn Taconic Capital árið 1999 hafði hann verið um tuttugu ára skeið hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs, þar sem hann starfaði meðal annars um tíma náið með Robert Rubin og Larry Summers, sem síðar urðu báðir fjármálaráðherrar í stjórnartíð Bills Clinton. Brosens heimsótti Ísland síðast, samkvæmt heimildum Markaðarins, í júnímánuði 2016 þar sem hann var meðal annars gestur í boði bandaríska sendiráðsins ásamt ýmsum háttsettum embættismönnum og áhrifafólki í efnahagslífinu. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Salan á Arion banka Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna. Þar munar langsamlega mest um tæplega 40 prósenta hlut Taconic Capital í Kaupþingi. Sjóðurinn meira en tvöfaldaði hlut sinn í fyrra með uppkaupum á bréfum annarra hluthafa, meðal annars með kaupum á sex prósenta hlut Seðlabankans fyrir um 19 milljarða, en miðað við áætlaðar endurheimtur má gera ráð fyrir að hlutur Taconic Capital í Kaupþingi sé núna í kringum 130 milljarða króna virði. Sú fjárfesting mun aukast enn frekar á næstunni þegar vogunarsjóðurinn hyggst bæta við hlut sinn í Arion banka. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur vogunarsjóðurinn, sem keypti nýverið 9,99 prósenta hlut fyrir 16,7 milljarða, sent tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins (FME) þar sem hann fer þess á leit að hefja formlega það ferli að vera metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Var tilkynning Taconic Capital send til FME síðastliðinn fimmtudag en stofnunin hefur 60 virka daga til að afgreiða umsóknina frá staðfestingu fullbúinnar tilkynningar.Attestor næstir í röðinni Þrátt fyrir að Taconic Capital fari ekki sem stendur með virkan eignarhlut, sem miðast við tíu prósenta hlut í fjármálafyrirtæki, þá hefur verið mjög rík krafa á meðal stjórnmálamanna að FME framkvæmi sem fyrst hæfismat á hinum nýju hluthöfum Arion banka. Tilkynning vogunarsjóðsins til Fjármálaeftirlitsins í síðustu viku um að hefja slíkt hæfismat er vegna yfirlýstra áforma Taconic Capital – og tveggja annarra sjóða sem keyptu jafnframt hlut í bankanum af Kaupþingi – að nýta sér kauprétt síðar á árinu og eignast þannig meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Markaðarins stefnir vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem á sömuleiðis 9,99 prósenta hlut í Arion banka, að því að tilkynna FME um að hann hyggist eignast virkan eignarhlut í bankanum fyrir eða strax eftir páska. Á meðan undirbúningur og vinna Fjármálaeftirlitsins stendur yfir um að meta hvort sjóðirnir uppfylli kröfur um að gerast virkir eigendur að fjármálafyrirtæki hafa þeir, eins og fram hefur komið í tilkynningu frá FME, fallist á að eignarhlutum þeirra í Arion banka fylgi ekki atkvæðisréttur. Vogunarsjóðirnir eru því í reynd áhrifalausir hluthafar á meðan beðið er niðurstöðu þess hæfismats.Kaupin drifin áfram af Taconic Fjárfestarnir sem standa að kaupunum á Arion banka – Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff Capital og Goldman Sachs – eru sem kunnugt er jafnframt stærstu hluthafar Kaupþings en samanlagður hlutur þeirra í félaginu nemur um 70 prósentum. Á tímabili leit þó út fyrir að Taconic Capital yrði eini sjóðurinn sem myndi kaupa í bankanum. Frá og með haustinu 2016, samhliða því að Kaupþing átti í viðræðum við ráðgjafa íslenskra lífeyrissjóða um kaup á stórum hlut í bankanum í lokuðu útboði, voru uppi áform um að einhverjir í hluthafahópi Kaupþings myndu skuldbinda sig til að fjárfesta í Arion banka á sama gengi og lífeyrissjóðirnir. Taconic Capital gerði þannig strax tilboð í hlut í bankanum í desember í fyrra, samkvæmt heimildum Markaðarins, en á þeim tíma voru aðrir fjárfestingasjóðir á meðal hluthafa Kaupþings ekki reiðubúnir að gera slíkt hið sama. Sú afstaða tók hins vegar breytingum á þessu ári og um tveimur mánuðum síðar, eða þann 12. febrúar, náðist samkomulag, með ýmsum fyrirvörum, um að fjórir stærstu hluthafar Kaupþings myndu kaupa 29,2 prósenta hlut í Arion banka auk þess að eiga kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar síðar á árinu – áður en fyrirhugað útboð og skráning á bankanum fer fram. Kaupverðið nam 48,8 milljörðum, eða á genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2016. Eftir að tilkynnt var formlega um kaupin 19. mars var frekari viðræðum við lífeyrissjóðina slitið en þeir höfðu haft uppi áform, enda þótt ekki hafi verið búið að skrifa undir neitt samkomulag á þeim tíma, um að eignast 20 til 25 prósenta hlut í Arion banka.Veðjar á hagsveifluna Í krafti eignarhlutar síns í Kaupþingi hefur Taconic Capital haft afar mikil ítök í söluferli Arion banka á undanförnum mánuðum og misserum. Til marks um þau áhrif sjóðsins innan Kaupþings þá voru þeir Paul Copley, núverandi stjórnarmaður og forstjóri, og John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, fengnir til liðs við félagið í ársbyrjun 2016 fyrir tilstuðlan Keiths Magliana, en hann hefur stýrt umsvifum Taconic Capital hér á landi frá því að sjóðurinn keypti fyrst kröfur á Kaupþing 2012. Í kjölfarið var Madden kjörinn í stjórn Arion banka í september í fyrra og er hann sá eini í stjórn bankans með bein tengsl við Kaupþing. Þrátt fyrir að sjóðurinn sjái fyrir sér að hægt verði að ná fram hagræðingu í rekstri Arion banka – og þannig mögulega losa um hlut sinn með hagnaði eftir að hann verður skráður á markað – þá er fjárfesting hans í bankanum, að sögn þeirra sem þekkja vel til, ekki síður hugsuð sem veðmál á hagsveifluna á Íslandi. Til marks um það er Taconic Capital hlutfallslega minnst varinn gagnvart gengissveiflum krónunnar í tengslum við kaup sjóðanna á hlut í Arion banka. Þannig er vogunarsjóðurinn með samninga um gengisvarnir sem nema undir 40 prósentum af fjárfestingu hans í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins, en til samanburðar gerði Och-Ziff Capital gjaldmiðlaskiptasamninga sem tryggja að fjárfesting sjóðsins er að stærstum hluta varin fyrir gengi krónunnar. Spurður af hverju sjö milljarða dala vogunarsjóður væri að fjárfesta í viðskiptabanka á Íslandi, benti Frank Brosens, stofnandi og eigandi Taconic Capital, í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 20. mars síðastliðinn, á sterka stöðu hagkerfisins og þann mikla viðsnúning sem hefði orðið á undanförnum árum. „Þegar þú lítur á tölur um hagvöxt, mikinn viðskiptaafgang, ört vaxandi gjaldeyrisforða og litlar skuldir ríkisins þá er efnahagsstaða Íslands á pari við það sem best gerist hjá nokkru öðru ríki í heiminum. Efnahagsumhverfið er því mjög gott og núna þegar Ísland er að brjótast út úr höftum virðist það ætla að vaxa jafnvel hraðar en við bjuggumst við,“ sagði Brosens. Hann væri því þeirrar skoðunar, með hliðsjón af styrkleika hagkerfisins, að gengi krónunnar myndi haldast sterkt og sjóðurinn vilji því fjárfesta í henni.Taconic Capital sendi tilkynningu til FME síðastliðinn fimmtudag þar sem sjóðurinn óskaði eftir því að hefja formlega það ferli að verða metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka.vísir/eyþórStór í vaxtamunarviðskiptum Taconic Capital hefur nú þegar notið góðs af gengisstyrkingu krónunnar á síðustu misserum en sjóðurinn var á meðal þeirra sem stóðu að baki samtals um 80 milljarða innflæði gjaldeyris á árunum 2015 og 2016 vegna fjárfestinga í íslenskum ríkisskuldabréfum. Langsamlega umsvifamestu sjóðirnir í þeim viðskiptum, þar sem aðdráttaraflið var ekki hvað síst að hagnast á nærri 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, voru fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance og BlueBay Asset Management. Fjárfesting sjóða á vegum Taconic Capital í íslenskum ríkisskuldabréfum á þessum tíma nam hins vegar á bilinu 5 til 10 milljörðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þeir sjóðir sem keyptu ríkisskuldabréf í gegnum nýfjárfestingaleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015, skömmu eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta, hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig mætti taka sem dæmi að ef Taconic Capital hefur keypt fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, gæti sjóðurinn selt þau bréf í dag og innleyst um 25 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 2,5 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Slík vaxtamunarviðskipti stöðvuðust hins vegar nánast alfarið í júní 2016 þegar Seðlabanki Íslands kynnti svonefnt fjárstreymistæki í því skyni að stemma stigu við of miklu skammtímainnflæði fjármagns.Seldi allt í skráðum félögum Taconic Capital hóf jafnframt á árinu 2016 að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði með kaupum á bréfum í ýmsum skráðum félögum. Þannig átti sjóðurinn í árslok 2016 meðal annars hlutabréf í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Það sem af er þessu ári hefur sjóðurinn hins vegar selt öll bréf sín í skráðum félögum á Íslandi en samkvæmt lista yfir alla hluthafa fyrrnefndra félaga í lok síðustu viku, sem Markaðurinn hefur séð, hafa sjóðir Taconic Capital losað um þá eignarhluti.Við staðfestingu nauðasamninga Glitnis í árslok 2015 var Taconic Capital á meðal tíu stærstu kröfuhafa gamla bankans. Ári síðar var sjóðurinn búinn að stækka verulega hlut sinn en samkvæmt nýjum ársreikningi Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem var stofnað á grunni eigna slitabúsins, var Taconic Capital orðið stærsti hluthafi félagsins með liðlega 23 prósenta hlut. Miðað við áætlaðar heimtur hluthafa Glitnis má gera ráð fyrir að hlutur vogunarsjóðsins á þeim tíma hafi verið metinn á um 5 milljarða króna. Ólíkt Kaupþingi, en heildareignir þess námu um 400 milljörðum í lok síðasta árs, hefur Glitnir umbreytt nánast öllum eignum sínum í reiðufé og greitt út til hluthafa og að óbreyttu verður því verkefni að mestu lokið á þessu ári.Fjárfestingarvaldið í höndum Brosens Sá sem stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka – og hefur þar með allt ákvörðunarvald um fjárfestingar þess – er Frank Brosens en hann er jafnframt á meðal endanlegra eigenda að sjóðnum sem hefur keypt í bankanum. Áður en Brosens stofnaði vogunarsjóðinn Taconic Capital árið 1999 hafði hann verið um tuttugu ára skeið hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs, þar sem hann starfaði meðal annars um tíma náið með Robert Rubin og Larry Summers, sem síðar urðu báðir fjármálaráðherrar í stjórnartíð Bills Clinton. Brosens heimsótti Ísland síðast, samkvæmt heimildum Markaðarins, í júnímánuði 2016 þar sem hann var meðal annars gestur í boði bandaríska sendiráðsins ásamt ýmsum háttsettum embættismönnum og áhrifafólki í efnahagslífinu.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Salan á Arion banka Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira