Tala niður til barna Gunnlaugur Stefánsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um heilindi barnanna, gefa í skyn að þau fermist fyrir gjafirnar og veislan sé óþarfa tilstand. Svo er lagst í útreikninga og fermingin metin til fjár, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði. Minna fer fyrir fallegum minningum í fjölmiðlum sem flestir eiga um fermingu sína. Langtum fremur er frægðarfólki hampað sem telur sér til vegsauka að gera lítið úr fermingunni. Þrátt fyrir andróðurinn, þá vilja langflest börn fermast og þeim fjölgar í vor sem velja að gera það í Þjóðkirkjunni. Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji fólk í aðdraganda stórafmælis hvort veislan sé fyrir gjafirnar og hvað afmælið kosti? Fermingin í kirkjunni er rótfastur siður í þjóðlífinu og hefur staðist tímans tönn. Fermingarfræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll börnin í landinu og er því samofin menningu þjóðarinnar. Þau sem gera lítið úr fermingunni mættu kynna sér þá sögu. Ég hef fermt börn í rúmlega 30 ár. Það hefur verið gefandi samstarf. Í fermingarfræðslunni er grunnstefið kristinn kærleikur. Þar ræðum við um lífið og tilveruna, m.a. hamingju og ábyrgð, trú og efa, sorg og mótlæti,- og margt sem ekki er á dagskrá í grunnskólanum og eigum um það traust samstarf með foreldrum. Fermingardagur er falleg tímamót og sannkölluð hátíð. Heilagur dagur barns sem er að verða unglingur. Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi. Veislan, sem hefst í raun við altarið í kirkjunni, er samfögnuður þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi og fermingarbarnið finnur innilega að það skiptir máli. Gjafirnar bera vitni um tímamótin þar sem þarfir barnsins eru að breytast og börnin fá hvort sem þau fermast eða ekki. Það sýnir reynslan. Ekki er stórmannlegt að gera lítið úr börnum sem fermast. Nær er að fagna og leggja alúð við traustan sið sem blómgast í trú, von og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um heilindi barnanna, gefa í skyn að þau fermist fyrir gjafirnar og veislan sé óþarfa tilstand. Svo er lagst í útreikninga og fermingin metin til fjár, eins og fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði. Minna fer fyrir fallegum minningum í fjölmiðlum sem flestir eiga um fermingu sína. Langtum fremur er frægðarfólki hampað sem telur sér til vegsauka að gera lítið úr fermingunni. Þrátt fyrir andróðurinn, þá vilja langflest börn fermast og þeim fjölgar í vor sem velja að gera það í Þjóðkirkjunni. Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji fólk í aðdraganda stórafmælis hvort veislan sé fyrir gjafirnar og hvað afmælið kosti? Fermingin í kirkjunni er rótfastur siður í þjóðlífinu og hefur staðist tímans tönn. Fermingarfræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll börnin í landinu og er því samofin menningu þjóðarinnar. Þau sem gera lítið úr fermingunni mættu kynna sér þá sögu. Ég hef fermt börn í rúmlega 30 ár. Það hefur verið gefandi samstarf. Í fermingarfræðslunni er grunnstefið kristinn kærleikur. Þar ræðum við um lífið og tilveruna, m.a. hamingju og ábyrgð, trú og efa, sorg og mótlæti,- og margt sem ekki er á dagskrá í grunnskólanum og eigum um það traust samstarf með foreldrum. Fermingardagur er falleg tímamót og sannkölluð hátíð. Heilagur dagur barns sem er að verða unglingur. Skilaboð foreldra og ástvina eru tær í einlægri fyrirbæn: „Ég elska þig“ sem helgar von um trausta samfylgd með minnisstæðum hætti í hörðum heimi. Veislan, sem hefst í raun við altarið í kirkjunni, er samfögnuður þar sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi og fermingarbarnið finnur innilega að það skiptir máli. Gjafirnar bera vitni um tímamótin þar sem þarfir barnsins eru að breytast og börnin fá hvort sem þau fermast eða ekki. Það sýnir reynslan. Ekki er stórmannlegt að gera lítið úr börnum sem fermast. Nær er að fagna og leggja alúð við traustan sið sem blómgast í trú, von og kærleika.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar