Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 17:59 Antonio Ledezma var dreginn burt af heimili sínu á náttfötunum í nótt eins og sást á myndskeiði sem náðist af handtökunni. Vísir/AFP Fulltrúar öryggissveita stjórnvalda í Venesúela handtóku tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í nótt. Mennirnir tveir voru færðir í járn á heimilum sínum. Bandaríkjastjórn sakaði í gær Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að taka sér einræðisvald með atkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu um helgina. Hún lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Maduro. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu. Leopoldo López og Antonio Ledezma voru báðir í stofufangelsi, sá fyrrnefndi fyrir þátt sinn í götumótmælum gegn Maduro fyrir þremur árum en sá síðarnefndi er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðinn um valdarán. Þeir eru báðir fyrrverandi borgarstjórar höfuðborgarinnar Carácas en hafa verið opinskáir andstæðingar Maduro. Reuters-fréttastofan segir að myndbönd hafi verið birt af því þegar þeir voru dregnir burt á náttfötunum. Eiginkona López sagði einræðisstjórnina hafa rænt manni sínum í færslu á Twitter. Þeir höfðu báðir hvatt til mótmæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Stjórnarandstaðan sniðgekk hana en hún sakar Maduro um að reyna að sölsa undir sig enn frekari völd í landinu. Maduro sakar stjórnarandstöðuna aftur á móti um að ætla að ræna sig völdum. Á að koma á ró í landinuNýja löggjafarþingið mun hafa vald til þess að breyta stjórnarskrá Venesúela og taka fram fyrir hendurnar á öðrum stofnunum ríkisins. Maduro segir að tilgangur þess sé að koma aftur á ró í landinu en 120 manns hafa látið lífið í óeirðum frá því í apríl. Bandarísk stjórnvöld samþykktu í gær refsiaðgerðir gegn Maduro. Eignir hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar og er bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum bannað að eiga viðskipti við hann. Tengdar fréttir Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fulltrúar öryggissveita stjórnvalda í Venesúela handtóku tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í nótt. Mennirnir tveir voru færðir í járn á heimilum sínum. Bandaríkjastjórn sakaði í gær Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að taka sér einræðisvald með atkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu um helgina. Hún lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Maduro. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu. Leopoldo López og Antonio Ledezma voru báðir í stofufangelsi, sá fyrrnefndi fyrir þátt sinn í götumótmælum gegn Maduro fyrir þremur árum en sá síðarnefndi er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðinn um valdarán. Þeir eru báðir fyrrverandi borgarstjórar höfuðborgarinnar Carácas en hafa verið opinskáir andstæðingar Maduro. Reuters-fréttastofan segir að myndbönd hafi verið birt af því þegar þeir voru dregnir burt á náttfötunum. Eiginkona López sagði einræðisstjórnina hafa rænt manni sínum í færslu á Twitter. Þeir höfðu báðir hvatt til mótmæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Stjórnarandstaðan sniðgekk hana en hún sakar Maduro um að reyna að sölsa undir sig enn frekari völd í landinu. Maduro sakar stjórnarandstöðuna aftur á móti um að ætla að ræna sig völdum. Á að koma á ró í landinuNýja löggjafarþingið mun hafa vald til þess að breyta stjórnarskrá Venesúela og taka fram fyrir hendurnar á öðrum stofnunum ríkisins. Maduro segir að tilgangur þess sé að koma aftur á ró í landinu en 120 manns hafa látið lífið í óeirðum frá því í apríl. Bandarísk stjórnvöld samþykktu í gær refsiaðgerðir gegn Maduro. Eignir hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar og er bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum bannað að eiga viðskipti við hann.
Tengdar fréttir Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48
Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49
Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33