Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2017 13:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR Vísir/Stefán Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira