Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 18:59 Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira