Sigmundur segir mögulega ríkisstjórn vera „hræðslubandalag“ Þórdís Valsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 14:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins vera viðbrögð við lélegum úrslitum flokkanna í nýafstöðnum kosningum um myndun hræðslubandalags. Sigmundur Davíð var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hann segir vanda stjórnmálanna kristallast í viðræðunum. „Stjórnmálin eru orðin of einsleit og búin að gefa frá sér of mikið vald til kerfisins. Nú höfum við horft upp á það að hér hafa þrír kerfisflokkar farið mjög illa út úr kosningum eins og við höfum séð samskonar flokka lenda í annarsstaðar. Framsóknarflokkurinn með verstu niðurstöðu í sögu sinni í 100 ár, Sjálfstæðisflokkurinn með næst verstu niðurstöðu í sögu sinni, og Vinstri grænum tókst að tapa næstum helmingi fylgi síns á þriggja vikna kosningabaráttu miðað við kannanir," segir Sigmundur og bætir við að viðbrögð flokkanna þriggja sé að mynda „hræðslubandalag“ og spyr sig um hvað þetta bandalag eigi að vera. „Eins og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því í viðtali í gær, þá á þessi stjórnarmyndun að snúast um það að mati hans að menn einbeiti sér að því mynda sterka stjórn, en gera stefnu flokkana ekki að aðalatriði,“ segir Sigmundur og vitnar í orð Bjarna Benediktssonar í viðtali við mbl í gær og bætir við að þetta sé vandi stjórnmálanna. Sigmundur segir að þessi mögulega ríkisstjórn muni skipta með sér ráðherrastólum og halda völdum, þrátt fyrir að hafa tapað. „Tapaði einmitt vegna þess að þessir flokkar hafa ekki verið að standa vörð um málefnin. Hafa fyrst og fremst verið að hugsa um að halda völdum.“Naut aldrei stuðnings flokkseigendafélags Framsóknar Sigmundur segir hafa verið afdráttarlaus með það í stjórnartíð sinni innan Framsóknarflokksins að hann taldi að breyta ætti flokknum. En hann segir að í flokknum sé hið svokallaða flokkseigendafélag sem hafi aðra sýn á hvernig flokkurinn eigi að vera. „Og hefur náð sínu fram, núna að sinni að minnsta kosti. Afleiðingin er þessi að flokkurinn virðist ætla að sætta sig við að vera einhverskonar uppfyllingarefni í ríkisstjórn milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, stjórn sem formaður flokksins sjálfur segir að snúist ekki um málefnin heldur völdin.“ Sigmundur segir að hann hafi aldrei notið stuðnings flokkseigendafélagsins svokallaða í formannstíð sinni. „Það lá fyrir alveg frá upphafi, þeir vildu mig út og náðu þeim árangri að lokum,“ segir Sigmundur og bætir við að hann hafi einungis verið studdur af almennum flokksmönnum frá upphafi. „Það væri ómögulegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná fram sínum áherslum eða Vinstri græna að ná fram sínum, en afleiðingin yrði ekki að menn færu milliveginn í öllu, heldur kyrrstaða. Það yrði ekki ráðist í það sem yrði að gera og þau tækifæri sem blasa við yrðu ekki nýtt,“ segir Sigmundur og bætir við að við séum núna í þeirri stöðu að samfélagið megi ekki við kyrrstöðustjórn núna. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Víglínan: Þrengir um kosti flokkanna til myndunar ríkisstjórnar Þau Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mæta í Víglínuna. 11. nóvember 2017 11:19 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins vera viðbrögð við lélegum úrslitum flokkanna í nýafstöðnum kosningum um myndun hræðslubandalags. Sigmundur Davíð var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hann segir vanda stjórnmálanna kristallast í viðræðunum. „Stjórnmálin eru orðin of einsleit og búin að gefa frá sér of mikið vald til kerfisins. Nú höfum við horft upp á það að hér hafa þrír kerfisflokkar farið mjög illa út úr kosningum eins og við höfum séð samskonar flokka lenda í annarsstaðar. Framsóknarflokkurinn með verstu niðurstöðu í sögu sinni í 100 ár, Sjálfstæðisflokkurinn með næst verstu niðurstöðu í sögu sinni, og Vinstri grænum tókst að tapa næstum helmingi fylgi síns á þriggja vikna kosningabaráttu miðað við kannanir," segir Sigmundur og bætir við að viðbrögð flokkanna þriggja sé að mynda „hræðslubandalag“ og spyr sig um hvað þetta bandalag eigi að vera. „Eins og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því í viðtali í gær, þá á þessi stjórnarmyndun að snúast um það að mati hans að menn einbeiti sér að því mynda sterka stjórn, en gera stefnu flokkana ekki að aðalatriði,“ segir Sigmundur og vitnar í orð Bjarna Benediktssonar í viðtali við mbl í gær og bætir við að þetta sé vandi stjórnmálanna. Sigmundur segir að þessi mögulega ríkisstjórn muni skipta með sér ráðherrastólum og halda völdum, þrátt fyrir að hafa tapað. „Tapaði einmitt vegna þess að þessir flokkar hafa ekki verið að standa vörð um málefnin. Hafa fyrst og fremst verið að hugsa um að halda völdum.“Naut aldrei stuðnings flokkseigendafélags Framsóknar Sigmundur segir hafa verið afdráttarlaus með það í stjórnartíð sinni innan Framsóknarflokksins að hann taldi að breyta ætti flokknum. En hann segir að í flokknum sé hið svokallaða flokkseigendafélag sem hafi aðra sýn á hvernig flokkurinn eigi að vera. „Og hefur náð sínu fram, núna að sinni að minnsta kosti. Afleiðingin er þessi að flokkurinn virðist ætla að sætta sig við að vera einhverskonar uppfyllingarefni í ríkisstjórn milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, stjórn sem formaður flokksins sjálfur segir að snúist ekki um málefnin heldur völdin.“ Sigmundur segir að hann hafi aldrei notið stuðnings flokkseigendafélagsins svokallaða í formannstíð sinni. „Það lá fyrir alveg frá upphafi, þeir vildu mig út og náðu þeim árangri að lokum,“ segir Sigmundur og bætir við að hann hafi einungis verið studdur af almennum flokksmönnum frá upphafi. „Það væri ómögulegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná fram sínum áherslum eða Vinstri græna að ná fram sínum, en afleiðingin yrði ekki að menn færu milliveginn í öllu, heldur kyrrstaða. Það yrði ekki ráðist í það sem yrði að gera og þau tækifæri sem blasa við yrðu ekki nýtt,“ segir Sigmundur og bætir við að við séum núna í þeirri stöðu að samfélagið megi ekki við kyrrstöðustjórn núna. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Víglínan: Þrengir um kosti flokkanna til myndunar ríkisstjórnar Þau Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mæta í Víglínuna. 11. nóvember 2017 11:19 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52
Víglínan: Þrengir um kosti flokkanna til myndunar ríkisstjórnar Þau Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mæta í Víglínuna. 11. nóvember 2017 11:19
Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00