Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. nóvember 2017 10:15 Ólafía Þórunn slær hér upphafshögg á mótaröðinni fyrr á þessu ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 35. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Blue Bay Classic mótinu í Kína sem lauk nú í morgun en þetta var seinasta mót Ólafíu á fyrsta keppnistímabili hennar á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf hringinn í 23-25. sæti eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á einu höggi undir pari en hún var lengi af stað á lokadeginum í dag. Byrjaði hún daginn á skolla á fyrstu braut sem hún fékk fugl á deginum áður og fékk annan skolla á fjórðu braut. Tveir skollar til viðbótar fylgdu á fyrri níu og var hún á fjórum höggum yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Tveir skollar á fyrstu tveimur brautum seinni hluta vallarins þýddi að Ólafía var skyndilega komin sex höggum yfir pari á deginum en hún náði aðeins að laga stöðuna með tveimur fuglum á 13. og 14. braut. Þýddi það að hún lék daginn á fjórum höggum yfir pari og lauk mótinu á sjö höggum yfir pari en hún var þrettán höggum frá heimakonunni Shanshan Feng sem vann mótið á níu höggum undir pari. Var þetta 25. mót hennar á mótaröðinni á fyrsta tímabili hennar en hún var í 73. sæti peningalistans fyrir þetta mót með rúmlega 210 þúsund dollara í verðlaunafé. Ætti það að tryggja henni fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en hún verður ekki meðal efstu kylfinga sem taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Flórída um næstu helgi. Það þýðir þó ekki að Ólafía sé hætt en hún verður hluti af Evrópuúrvali sem tekur þátt í The Queens mótinu í Japan í byrjun desember en einnig tekur hún þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi. Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 35. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Blue Bay Classic mótinu í Kína sem lauk nú í morgun en þetta var seinasta mót Ólafíu á fyrsta keppnistímabili hennar á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf hringinn í 23-25. sæti eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á einu höggi undir pari en hún var lengi af stað á lokadeginum í dag. Byrjaði hún daginn á skolla á fyrstu braut sem hún fékk fugl á deginum áður og fékk annan skolla á fjórðu braut. Tveir skollar til viðbótar fylgdu á fyrri níu og var hún á fjórum höggum yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Tveir skollar á fyrstu tveimur brautum seinni hluta vallarins þýddi að Ólafía var skyndilega komin sex höggum yfir pari á deginum en hún náði aðeins að laga stöðuna með tveimur fuglum á 13. og 14. braut. Þýddi það að hún lék daginn á fjórum höggum yfir pari og lauk mótinu á sjö höggum yfir pari en hún var þrettán höggum frá heimakonunni Shanshan Feng sem vann mótið á níu höggum undir pari. Var þetta 25. mót hennar á mótaröðinni á fyrsta tímabili hennar en hún var í 73. sæti peningalistans fyrir þetta mót með rúmlega 210 þúsund dollara í verðlaunafé. Ætti það að tryggja henni fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en hún verður ekki meðal efstu kylfinga sem taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Flórída um næstu helgi. Það þýðir þó ekki að Ólafía sé hætt en hún verður hluti af Evrópuúrvali sem tekur þátt í The Queens mótinu í Japan í byrjun desember en einnig tekur hún þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi.
Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira