Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson virtist vongóður þegar hann mætti til fundar við þingflokk sinn í Valhöll í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent