Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen á leið til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í liðinni viku. Þar gerði hún grein fyrir vali sínu. vísir/anton brink Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15