Fótbolti

Norrköping komið á toppinn | Ingvar hélt hreinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni og félagar eru komnir á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni.
Jón Guðni og félagar eru komnir á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Norrköping tyllti sér á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-2 sigri á Halmstad í dag.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson voru í byrjunarliði Norrköping sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum en Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Norrköping.

Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson léku báðir allan leikinn fyrir Sundsvall sem tapaði 3-0 fyrir Kalmar á útivelli.

Sundsvall, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 12. sæti deildarinnar með 11 stig.

Ingvar Jónsson hélt marki sínu hreinu þegar Sandefjord og Odds Ballklubb gerðu markalaust jafntefli í norsku úrvalsdeildinni.

Ingvar og félagar eru í 8. sæti deildarinnar með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×