Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Haraldur Guðmundsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar segir framkvæmdir hafa tafist úr hófi og veit ekki hvenær matarmarkaðurinn verður opnaður. vísir/eyþór Framkvæmdir við húsnæði Mathallarinnar á Hlemmi eru komnar 45 milljónir króna fram úr áætlun og útlit er fyrir frekari framúrkeyrslu hjá Reykjavíkurborg. Munar þar mestu um endurbætur á þaki sem kostuðu 35 milljónir og í vor kom í ljós að endurnýja þarf raflínur að húsinu. Reykjavíkurborg á Hlemm og samþykkti í febrúar í fyrra leigusamning við Íslenska sjávarklasann um rekstur Mathallarinnar. Frumkostnaðaráætlun hljóðaði þá upp á 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu, og átti framkvæmdum að ljúka síðasta haust. Í desember var lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun í borgarráði sem hljóðar upp á 152 milljónir. Samkvæmt henni áttu verklok að vera um síðustu mánaðamót en iðnaðarmenn eru enn að störfum í húsinu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir ljóst að kostnaður muni aukast miðað við áætlunina sem lögð var fram í desember. Útlit sé fyrir að húsið verði afhent um miðjan júní.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.„Það hafa komið upp fleiri mál sem þarf að taka á og samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekki hægt að ákvarða þennan kostnað fyrr en að verki loknu en það verður að öllum líkindum gert í september. Þetta eru viðhaldsmál sem koma upp þegar gera þarf upp gamalt hús,“ segir Bjarni. Bjarki Vigfússon, framkvæmdastjóri Hlemms – Mathallar, segir framkvæmdirnar hafa tafist úr hófi fram og að hann geti ekki svarað því hvenær matarmarkaðurinn verði opnaður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru ýmsar ástæður fyrir því að verklokum hefur seinkað. Byggingarleyfi fékkst ekki á réttum tíma og Strætó bs. ætlaði upphaflega að leigja hluta hússins undir kaffistofu vagnstjóra sem eigendur matarmarkaðarins féllust ekki á. Síðar kom í ljós að rafmagnið sem fyrir er nægir ekki rekstri Mathallarinnar. „Borgin áætlar að geta látið okkur hafa húsið um miðjan júní en þá er ýmislegt eftir,“ segir Bjarki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Framkvæmdir við húsnæði Mathallarinnar á Hlemmi eru komnar 45 milljónir króna fram úr áætlun og útlit er fyrir frekari framúrkeyrslu hjá Reykjavíkurborg. Munar þar mestu um endurbætur á þaki sem kostuðu 35 milljónir og í vor kom í ljós að endurnýja þarf raflínur að húsinu. Reykjavíkurborg á Hlemm og samþykkti í febrúar í fyrra leigusamning við Íslenska sjávarklasann um rekstur Mathallarinnar. Frumkostnaðaráætlun hljóðaði þá upp á 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu, og átti framkvæmdum að ljúka síðasta haust. Í desember var lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun í borgarráði sem hljóðar upp á 152 milljónir. Samkvæmt henni áttu verklok að vera um síðustu mánaðamót en iðnaðarmenn eru enn að störfum í húsinu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir ljóst að kostnaður muni aukast miðað við áætlunina sem lögð var fram í desember. Útlit sé fyrir að húsið verði afhent um miðjan júní.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.„Það hafa komið upp fleiri mál sem þarf að taka á og samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekki hægt að ákvarða þennan kostnað fyrr en að verki loknu en það verður að öllum líkindum gert í september. Þetta eru viðhaldsmál sem koma upp þegar gera þarf upp gamalt hús,“ segir Bjarni. Bjarki Vigfússon, framkvæmdastjóri Hlemms – Mathallar, segir framkvæmdirnar hafa tafist úr hófi fram og að hann geti ekki svarað því hvenær matarmarkaðurinn verði opnaður. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru ýmsar ástæður fyrir því að verklokum hefur seinkað. Byggingarleyfi fékkst ekki á réttum tíma og Strætó bs. ætlaði upphaflega að leigja hluta hússins undir kaffistofu vagnstjóra sem eigendur matarmarkaðarins féllust ekki á. Síðar kom í ljós að rafmagnið sem fyrir er nægir ekki rekstri Mathallarinnar. „Borgin áætlar að geta látið okkur hafa húsið um miðjan júní en þá er ýmislegt eftir,“ segir Bjarki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira