Erlent

Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Paradísarflói við suðurheimskautið.
Paradísarflói við suðurheimskautið. vísir/getty
Aldrei hefur mælst minna af hafís við suðurheimskautið (The Antarctic) en nú síðan mælingar hófust árið 1979.

Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar.

 

Þau rök hafa alltaf verið álitin frekar veik og nú má segja að þau séu horfin með öllu að því er fram kemur í umfjöllun CNN um málið. Það hversu hratt ísinn hefur bráðnað vekur undrun vísindamanna.

Eric Rignot, vísindamður við Jet Propulsion Laboratory í Kaliforníu segir að bráðnun hafíss við suðurheimskautið sé ótrúleg. Hafís við norðurheimskautið hefur einnig bráðnað mikið á seinustu árum.

„Þegar þetta tvennt er tekið saman þá sýnir það með stórbrotnum hætti hversu mikið loftslagið á jörðinni hefur hlýnað undanfarna áratugi,“ segir Rignot í samtali við CNN.

Á meðal þess sem getur haft áhrif á bráðnun íss er hlýnandi hitastig sjávar, eitthvað sem vísindamenn hafa varað við í fjölda ára. Hlýnandi hitastig sjávar getur haft þau áhrif að bæði hafís við suðurheimskautið og jöklar munu bráðna en það mun hafa í för með að yfirborð sjávar hækkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×