Handbolti

Góð byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að sigri Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Ingi Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu.
Finnur Ingi Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu. vísir/vilhelm
Grótta vann afar mikilvægan sigur á Akureyri, 25-23, þegar liðin mættust í 19. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Þetta var annar sigur Gróttu í þremur leikjum eftir áramót. Akureyri hefur hins vegar tapað tveimur leikjum í röð og situr á botni deildarinnar.

Grótta leiddi nær allan leikinn þótt forystan væri aldrei mikil. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11.

Seltirningar byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og skoruðu fyrstu fjögur mörk hans. Þessi góða byrjun Gróttu á seinni hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum.

Finnur Ingi Stefánsson kom Gróttu fimm mörkum yfir, 22-17, þegar átta mínútur voru til leiksloka. Þá skiptu Akureyringar um gír og voru ekki langt frá því að næla í stig. Grótta vann þó tveggja marka sigur á endanum, 25-23.

Aron Dagur Pálsson var markahæstur í liði Gróttu með sex mörk. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sömuleiðis sex mörk fyrir Akureyri.

Mörk Gróttu:

Aron Dagur Pálsson 6/2, Júlíus Þórir Stefánsson 5, Finnur Ingi Stefánsson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Þráinn Orri Jónsson 2, Elvar Friðriksson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Lárus Gunnarsson 1.

Mörk Akureyrar:

Kristján Orri Jóhannsson 6/3, Mindaugas Dumcius 5, Andri Snær Stefánsson 5, Bergvin Gíslason 4, Arnór Þorsteinsson 2, Arnþór Finnsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×