Nýverið var úthlutað úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga, og fá alls sjö atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni.
Kylfingarnir eru: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson, Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Þetta er í sjötta sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012.
Nánar má fræðast um styrkveitinguna á golf.is.
