Ólafía Þórunn á einu höggi undir pari eftir dag 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 08:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/gsimyndir.net/Seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 41. til 60. sæti eftir fyrsta daginn á ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem er hluti af bandarísku mótaröðinni, LPGA. Ólafía Þórunn lék á 72 höggum á fyrsta hringnum eða einu höggi undir pari. Þetta er annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf leik á 10. teig í gær og fékk skolla á fyrstu holuna en hún lét það ekki slá sig útaf laginu. Ólafía svaraði því með því að fá fjóra fugla á næstu tólf holum og var þá komin þremur höggum undir par. Hringurinn endaði samt ekki nógu vel. Ólafía var í góðri stöðu þar til hún tapaði tveimur höggum á sjöttu og sjöundu braut sem voru 15. og 16. brautin hjá henni. Ólafía Þórunn er sjö höggum á eftir efstu konu sem var Katherine Kirk frá Ástralíu á átta höggum undir pari. Ólafía Þórunn er í ráshóp með Belen Mozo frá Spáni og Celine Herbin frá Frakklandi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Mozo hefur verið á LPGA frá árinu 2011 og Herbin hefur leikið á LPGA frá árinu 2015. Mozo er í 162. sæti á heimslistanum og Melin er í 224. sæti á meðan Ólafía er í sæti nr. 607 á heimslistanum. Celine Herbin lék á 72 höggum eins og Ólafía Þórunn. Belen Mozo lék hinsvegar á 77 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 122. sæti. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 41. til 60. sæti eftir fyrsta daginn á ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem er hluti af bandarísku mótaröðinni, LPGA. Ólafía Þórunn lék á 72 höggum á fyrsta hringnum eða einu höggi undir pari. Þetta er annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf leik á 10. teig í gær og fékk skolla á fyrstu holuna en hún lét það ekki slá sig útaf laginu. Ólafía svaraði því með því að fá fjóra fugla á næstu tólf holum og var þá komin þremur höggum undir par. Hringurinn endaði samt ekki nógu vel. Ólafía var í góðri stöðu þar til hún tapaði tveimur höggum á sjöttu og sjöundu braut sem voru 15. og 16. brautin hjá henni. Ólafía Þórunn er sjö höggum á eftir efstu konu sem var Katherine Kirk frá Ástralíu á átta höggum undir pari. Ólafía Þórunn er í ráshóp með Belen Mozo frá Spáni og Celine Herbin frá Frakklandi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Mozo hefur verið á LPGA frá árinu 2011 og Herbin hefur leikið á LPGA frá árinu 2015. Mozo er í 162. sæti á heimslistanum og Melin er í 224. sæti á meðan Ólafía er í sæti nr. 607 á heimslistanum. Celine Herbin lék á 72 höggum eins og Ólafía Þórunn. Belen Mozo lék hinsvegar á 77 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 122. sæti.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira