Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Húsnæðið hefur hýst vegasjoppu í einni stærstu sumarhúsabyggð á Íslandi. Rekstur þar lagðist af í október síðastliðnum. Mynd/Aðsend Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfiðleika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi„Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annaðhvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni-Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri innkaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfiðleika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi„Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annaðhvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni-Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri innkaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira