Kínverjar sjósettu í dag nýjasta tundurspilli þjóðarinnar. Skipið er það fyrsta af mörgum í nýrri kynslóð tundurspilla, en yfirvöld í Kína ætla sér að nútímavæða flota sinn. Ríkismiðlar Kína segja skipið búið nýjustu loftvörnum, eldflaugavörnum, skipa- og kafbátavopnum.
Á vef Xinhua segir að sjósetning skipsins marki tímamót í að bæta getu sjóflota Kína og byggja nútímalegan flota. Skipið er að öllu leyti hannað og byggt í Kína. Samkvæmt ABC News er talið að Kínverjar ætli sér að smíða fjóra tundurspilla af þessari gerð.
Nú taka við umtalsverðar prófanir á skipinu sjálfu, vopnum þess og búnaði.
Umrædd gerð tundurspilla ber heitið 055. Skipin eru töluvert stærri en eldri tegund skipanna sem heitir 052. Nú í apríl sjósettu Kínverjar nýtt flugmóðurskip sem var smíðað í Kína. Hönnun þess byggir á gömlu flugmóðurskipi sem Kínverjar keyptu af Úkraínumönnum og drógu til Kína.
Stofnunin Center for Naval Analysis áætlar að árið 2020 muni 265 til 273 skip tilheyra flota Kína. Kínverjar segjast þurfa öflugan flota til þess að verja strandlengju sína og skipaleiðir. Kínverjar hafa einnig, eins og frægt er orðið, gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og komið fyrir vopnum og vörnum á manngerðum eyjum á svæðinu.
Ný gerð tundurspilla sjósett í Kína
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið



Steindór Andersen er látinn
Innlent





Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Rekstur hestaleigu stöðvaður
Innlent