Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 12:03 Paul Manafort hefur unnið sem málafylgjumaður fyrir vafasama erlenda einstaklinga um árabil. Vísir/EPA Ráðgjafarfyrirtæki Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, þáði 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússa yfir tveggja ára tímabil. Fyrirtækið hefur látið skrá sig sem útsendara erlends ríkis afturvirkt. Tengsl Manafort við Rússland eru á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skoðar nú. Manafort er annar náinn bandamaður Trump sem hefur skráð sig sem útsendari erlends ríkis en áður þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, að gefa upp störf sín í þágu Tyrklands. Manafort vann að því að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Úkraínu fyrir Héraðsflokkinn samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ráðgjafi Viktors Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem flúði til Rússlands árið 2014. Bandarísk lög kveða á um að þeir sem starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir eða flokka í Bandaríkjunum þurfa að gefa það upp opinberlega og skrá sig sem útsendara erlendra ríkja.Hætti eftir ásakanir um vafasamar greiðslur í ÚkraínuManafort tók við forystu forsetaframboðs Trump vorið 2016 en hætti í ágúst eftir fréttir um að um nafn hans hefði komið fyrir í skrá sem fannst yfir óuppgefnar milljóna dollara greiðslur Héraðsflokksins í Kænugarði. Hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Auk úkraínska flokksins hefur Manafort unnið fyrir erlenda harðstjóra í gegnum tíðina, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, og Jonas Savimbi, angólska skæruliðaforingjann. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Ráðgjafarfyrirtæki Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, þáði 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússa yfir tveggja ára tímabil. Fyrirtækið hefur látið skrá sig sem útsendara erlends ríkis afturvirkt. Tengsl Manafort við Rússland eru á meðal þess sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, skoðar nú. Manafort er annar náinn bandamaður Trump sem hefur skráð sig sem útsendari erlends ríkis en áður þurfti Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, að gefa upp störf sín í þágu Tyrklands. Manafort vann að því að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Úkraínu fyrir Héraðsflokkinn samkvæmt frétt Washington Post. Hann var ráðgjafi Viktors Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem flúði til Rússlands árið 2014. Bandarísk lög kveða á um að þeir sem starfa fyrir erlendar ríkisstjórnir eða flokka í Bandaríkjunum þurfa að gefa það upp opinberlega og skrá sig sem útsendara erlendra ríkja.Hætti eftir ásakanir um vafasamar greiðslur í ÚkraínuManafort tók við forystu forsetaframboðs Trump vorið 2016 en hætti í ágúst eftir fréttir um að um nafn hans hefði komið fyrir í skrá sem fannst yfir óuppgefnar milljóna dollara greiðslur Héraðsflokksins í Kænugarði. Hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð saknæmt. Auk úkraínska flokksins hefur Manafort unnið fyrir erlenda harðstjóra í gegnum tíðina, þar á meðal Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseta Filippseyja, og Jonas Savimbi, angólska skæruliðaforingjann.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14 Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Manafort ræðir við þingið Hefur samþykkt að bera vitni vegna rannsóknarinnar á tengslum Trump og Rússa. 24. mars 2017 15:14
Manafort hættur í kosningaliði Trump Paul Manafort, formaður forsetaframboðs Donalds Trump, hefur látið af störfum. 19. ágúst 2016 14:26