Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru sem sagt ekki launin mín til framtíðar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 20:20 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Þetta segir hún á Facebook síðu sinni sem viðbragð við frétt Stundarinnar frá í dag þar sem segir að Theodóra fái greiddar alls 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og fyrir setu í stjórn Isavia. Theodóra segir skýringuna vera þá að þingmönnum beri að skrá nefndarstörf í hagsmunaskráningu þingsins fyrir 6. janúar. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar verið kynnt þann 10. Janúar og í ljósi þess hve mikill óvissa hafi verið um myndun ríkisstjórna og um hvort mögulega yrði kosið aftur hafi hún geymt að segja sig úr nefndum. Hún hafi því skráð allar nefndir og stjórnir sem hún var í í hagsmunaskráningu. „Ég taldi að annað væri óábyrgt,“ skrifar Theodóra. „Nú þegar ljóst er að ekki verður kosið aftur til þings á næstunni þá mun ég klárlega draga mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjón Isavia.“Segir hækkun á þingfarakaupi galna Hún segist þó vilja klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs, enda hafi hún verið kjörin til fjögurra ára. „Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014 þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir.“ Hún segir þá tölu sem kemur fram á vef Stundarinnar því ekki vera laun hennar til framtíðar. „Hins vegar er það þannig að mér finnst þessi hækkun á þingfarakaupi galin. Allt, allt of mikil hækkun, það hef ég sagt upphátt. Launahækkun sem kom til eftir að við vorum kjörin á þing. Kjör þingmanna eru reyndar mjög óljós og gegnsæið ekki mikið. Það vil ég endurskoða.“ Í samtali við Stundina segir Theodóra að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn,“ segir Theodóra. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Þetta segir hún á Facebook síðu sinni sem viðbragð við frétt Stundarinnar frá í dag þar sem segir að Theodóra fái greiddar alls 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og fyrir setu í stjórn Isavia. Theodóra segir skýringuna vera þá að þingmönnum beri að skrá nefndarstörf í hagsmunaskráningu þingsins fyrir 6. janúar. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar verið kynnt þann 10. Janúar og í ljósi þess hve mikill óvissa hafi verið um myndun ríkisstjórna og um hvort mögulega yrði kosið aftur hafi hún geymt að segja sig úr nefndum. Hún hafi því skráð allar nefndir og stjórnir sem hún var í í hagsmunaskráningu. „Ég taldi að annað væri óábyrgt,“ skrifar Theodóra. „Nú þegar ljóst er að ekki verður kosið aftur til þings á næstunni þá mun ég klárlega draga mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjón Isavia.“Segir hækkun á þingfarakaupi galna Hún segist þó vilja klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs, enda hafi hún verið kjörin til fjögurra ára. „Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014 þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir.“ Hún segir þá tölu sem kemur fram á vef Stundarinnar því ekki vera laun hennar til framtíðar. „Hins vegar er það þannig að mér finnst þessi hækkun á þingfarakaupi galin. Allt, allt of mikil hækkun, það hef ég sagt upphátt. Launahækkun sem kom til eftir að við vorum kjörin á þing. Kjör þingmanna eru reyndar mjög óljós og gegnsæið ekki mikið. Það vil ég endurskoða.“ Í samtali við Stundina segir Theodóra að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn,“ segir Theodóra.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira