Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2017 10:20 Frá blaðamannafundi lögreglunnar þegar tilkynnt var um að lík Birnu hefði fundist. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03
Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30