Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2017 11:11 Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna Birnu Brjánsdóttur á sunnudag. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ekki stendur til að yfirheyra mennina tvo í dag sem sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Hann segir að hefðbundin rannsóknarvinna sé framundan í dag hjá lögreglunni. Annar maðurinn var yfirheyrður á þriðjudag og hinn maðurinn í gær. Grímur segir að ýmislegt hafi komið fram í yfirheyrslum sem nýtist við rannsókn málsins en vill ekki fara nánar út í hvað það er. Hvorugur mannanna hefur játað að bera ábyrgð á dauða Birnu. Mikil áhersla hefur verið á að rannsaka rauðan Kia Rio-bíl sem mennirnir voru með á leigu þegar Birna hvarf. Staðfest er að hún hafi verið í bílnum þar sem hún blóð úr henni fannst þar. Lögreglan reynir nú að kortleggja ferðir bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30 en hún telur sig hafa nokkuð glögga mynd af ferðum bílsins frá því að Birna hverfur við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og þar til klukkan 7. Gengið er út frá því að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. Grímur segir að lögreglan sé litlu nær um það hvar bíllinn hafi verið á þessum klukkutímum um morguninn.Komið hefur fram að bílnum hafi verið ekið alls um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu hann á leigu en hvað gæti bílnum hafa verið ekið langt þarna um morguninn? „Það er auðvitað ekki gott að átta sig á því en maður þarf með einhverjum hætti að áætla eðlilegan akstur fram að þeim tíma. Ég hugsa að það sé nær 100 til 150 kílómetrum sem eru óútskýrðir þó það sé ómögulegt að segja nákvæmlega til um það,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna telja að Birna hafi verið í bílnum þegar honum er ekið inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan 6:10 um morguninn og kemur inn á eftirlitsmyndavélar. Grímur vill ekki fara út í það hvort að Birna sjáist inni í bílnum í einhverjum myndavélum en bendir þó á það að hann hafi ítrekað sagt að hún hafi sést seinast í myndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30