Laugavegur 31 gæti fært kirkjunni yfir milljarð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Laugavegur 31 er nú miðpunktur í rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. vísir/ernir „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira