Innlent

Lögregluþjóninum vikið frá störfum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjóni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum um tíma. Hann er grunaður um að hafa beitt fanga sem var í haldi lögreglunnar ofbeldi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hann sé grunaður um að „hafa framið alvarlegt brot í starfi á síðasta ári“

Atvikið er sagt hafa átt sér stað síðastliðið sumar í fangelsinu við Hverfisgötu en á meðal málsgagna er myndbandsupptaka af atvikinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn leið í fylgd lögreglumannsins  fyrir dóm þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Áður en lagt var af stað á lögreglumaðurinn að hafa ráðist að manninum.

Sjá einnig: Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi

Rannsókn málsins hefur verið á forræði embættis héraðssaksóknara og hefur embættið nú gefið út opinbera ákæru á hendur lögreglumanninum, en hann starfar í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Verði maðurinn dæmdur sekur getur það leitt til varanlegrar brottvikningar úr lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×