Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Vilhjálmur Bjarnason þingmaður segir íslensk skattayfirvöld geta varpað ljósi á huldufélagið sem fékk hagnað á móti Ólafi Ólafssyni í Búnaðarbankafléttunni. Rætt verður við hann og farið nánar yfir málið í fréttum Stöðvar 2klukkan 18:30.

Þá verður fjallað um nýja skýrslu Stígamóta en þar kemur fram að 29 hafi leitað til samtakanna í fyrra vegna hópnauðgana og talskona þeirra talar um nauðgunarfaraldur á Íslandi.

Loks verðum við í beinni útsendingu frá Gljúfrasteini, en hús nóbelsskáldsins verður opnað að nýju eftir endurbætur á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×