29 hópnauðganir á borð Stígamóta í fyrra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. mars 2017 13:15 Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira