Ferskir straumar heimsbókmenntanna beint í æð Magnús Guðmundsson skrifar 30. mars 2017 10:30 Stella Soffía Jóhannesdóttir framan við Norræna húsið þar sem Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur lengi átt sér athvarf. Visir/GVA Það er stundum sagt að rithöfundur sé ekki búinn að meika það fyrr en hann hefur komið út á íslensku,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík sem verður haldin dagana 6. til 9. september. Þó enn sé langt til hátíðarinnar er listinn yfir erlenda gesti hátíðarinnar þegar tilbúinn og Stella segir að þessi flökkusaga innan bókmenntaheimsins um mikilvægi þess að koma út á íslensku hjálpi þeim stundum við að fá hingað stór og spennandi nöfn víða að. „Helsta einkenni hátíðarinnar í ár má kannski segja að sé mikil landfræðileg breidd. Við fáum höfunda og skáld frá öllum heimshornum, meðal annars frá Japan, Indónesíu, Suður-Kóreu og Ísrael svo dæmi séu tekin. Auk þeirra koma höfundar frá löndum sem eru okkur betur kunn en það er samt einhver exótískur blær yfir þessu öllu saman. Við leitum alltaf fanga víða en í raun held ég að þessi breidd skýrist af því að bókmenntir frá þessum fjarlægu löndum eru almennt að gera það gott í heiminum.“ Stella segir að vinsældir þessara höfunda fjarlægra landa byggist í raun einfaldlega á sögunum sem þeir eru að segja. „Bæði er þetta spennandi menningarheimur en svo er í þessum verkum mikil sagnagleði sem höfðar alltaf til fólks. Lesendur vilja alvöru sögur – stórar sögur, þessi þrá lesenda er til staðar hvar sem er í heiminum. Heimsmyndin er svo dökk einmitt núna og við viljum fá að lesa eitthvað sem veitir okkur gleði og ánægju en ekki bara áhyggjur.“ En hvað skyldi einkum freista Stellu sem lesanda af þessum veglega gestalista? „Ég er mjög spennt að sjá hvernig Eka Kurniawan frá Indónesíu fellur að smekk landsmanna. Honum hefur verið líkt við bæði Murakami og Márquez og hann er einstakur sögumaður. Hann hefur einkum vakið athygli fyrir skáldsögu sína Beauty Is a Wound (innskot: íslenskur titill ekki kominn), sem kom út á frummálinu 2002 en náði ekki flugi á alþjóðlegum markaði fyrr en árið 2012 þegar bókin kom út á ensku. Síðan þá hefur hann komið út á fjölda tungumála og fer víða. Frá okkur mun hann til dæmis fara á ítalska bókmenntahátíð. Sögusvið hans er Indónesía á nýlendutíma Hollendinga og bókin mjög skemmtilega skrifuð í alla staði.Svo verð ég líka að nefna Jonas Hassen Khemiri en nýverið kom út á íslensku eftir hann bókin Allt sem ég man ekki. Hann kom hingað á Bókmenntahátíðina árið 2007, þá sem ungur rithöfundur að stíga sín fyrstu skref. Hann hefur sannarlega blómstrað á síðustu árum og því sérstaklega gaman að fá hann aftur núna þegar hann er orðinn stórt nafn í bókmenntaheiminum. Það er sérstaklega gaman að sjá unga höfunda koma og fylgjast með ferli þeirra í framhaldinu og Khemiri er frábært dæmi um það.“ Annar höfundur sem gaman er að segja frá hér er bandaríski sagnfræðingurinn Timothy Snyder. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir bækur sínar um sögu Mið- og Austur-Evrópu á 20. öld og gaf síðan út bók núna í lok febrúar sem er eins konar viðbragð við breyttri heimsmynd og kosningu Trumps í embætti Bandaríkjaforseta. Bókin heitir On Tyranny: 20 Lessons to Learn from the 20th Century og lætur ekki mikið yfir sér, hún er lítil og stutt, en hún er stórmerkileg og eiginlega bara skyldulesning nú í byrjun 21. aldarinnar. Stella segir að mikilvægi hátíðarinnar sé ekki síst fólgið í því að lesendur fái ferska strauma heimsbókmenntanna beint í æð og sjái það sem efst er á baugi í bókmenntaheiminum. „Fyrir bókaþjóð eins og Íslendinga er dýrmætt að eiga slíka hátíð þar sem saman koma bæði erlendir og íslenskir höfundar, hátíð sem er vettvangur umræðu um bókmenntir og skáldskap. Það er líka mikilvægt fyrir íslenska höfunda að mynda tengsl við erlenda kollega sína og gaman að geta boðið upp á slíkt tækifæri hér í Bókmenntaborginni Reykjavík. Hingað hefur ratað mörg stórkanónan og tekið þátt í hátíðinni en ég held að heildarfjöldi höfunda sem tekið hafa þátt í hátíðinni sé eitthvað á fjórða hundraðið.“ Auk erlendra höfunda taka íslenskir rithöfundar einnig þátt og verður tilkynnt um þá í sumar. Þá stendur hátíðin einnig fyrir sérstöku prógrammi fyrir erlenda bókaútgefendur og það þykir sérstaklega eftirsóknarvert að komast í það prógramm sem verður sífellt vinsælla. Umsóknir hafa aldrei verið fleiri en nú. Fyrst og fremst þykir þessi hátíð sérstök fyrir það hversu greiður aðgangur gesta er að höfundunum sjálfum og í raun öfugt. Höfundur kemur kannski og les fyrir nokkur hundruð manns og í framhaldinu er svo möguleiki á spjalli þarna á milli þar sem nándin er mun meiri en á stórum hátíðum úti í heimi. Stemningin hér þykir einstök og aðrar bókmenntahátíðir úti í heimi líta mjög til okkar hvað þetta varðar. Við höfum meira segja dæmi um það að höfundar hafi heimsótt bókaklúbba og leshringi. Við viljum hvetja leshringi og bókaklúbba til þess að hafa samband við okkur ef þeir hefðu áhuga á því að fá til sín höfund eða að hitta þá innan hátíðarinnar. Þetta hefur gerst svolítið af sjálfu sér á síðustu árum og við höfum tekið eftir því hvað höfundunum finnst þetta skemmtilegt þannig að við viljum gjarnan vinna með þetta áfram öllum til gagns og gleði. Það má hafa samband í gegnum Facebook eða tölvupóst á info@bokmenntahatid.is. Svo kemur alltaf eitthvað óvænt og sniðugt upp í tengslum við hverja hátíð. Það kom okkur skemmtilega á óvart þegar krikketspilandi rithöfundar frá Englandi höfðu samband og vildu endilega fá að taka þátt. Við kynntum okkur málið og úr varð að við munum bjóða upp á þennan göfuga leik á flötinni við Norræna húsið á septembersíðdegi, jafnvel gúrkusamloku og gin og tónik með.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. mars. Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Það er stundum sagt að rithöfundur sé ekki búinn að meika það fyrr en hann hefur komið út á íslensku,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík sem verður haldin dagana 6. til 9. september. Þó enn sé langt til hátíðarinnar er listinn yfir erlenda gesti hátíðarinnar þegar tilbúinn og Stella segir að þessi flökkusaga innan bókmenntaheimsins um mikilvægi þess að koma út á íslensku hjálpi þeim stundum við að fá hingað stór og spennandi nöfn víða að. „Helsta einkenni hátíðarinnar í ár má kannski segja að sé mikil landfræðileg breidd. Við fáum höfunda og skáld frá öllum heimshornum, meðal annars frá Japan, Indónesíu, Suður-Kóreu og Ísrael svo dæmi séu tekin. Auk þeirra koma höfundar frá löndum sem eru okkur betur kunn en það er samt einhver exótískur blær yfir þessu öllu saman. Við leitum alltaf fanga víða en í raun held ég að þessi breidd skýrist af því að bókmenntir frá þessum fjarlægu löndum eru almennt að gera það gott í heiminum.“ Stella segir að vinsældir þessara höfunda fjarlægra landa byggist í raun einfaldlega á sögunum sem þeir eru að segja. „Bæði er þetta spennandi menningarheimur en svo er í þessum verkum mikil sagnagleði sem höfðar alltaf til fólks. Lesendur vilja alvöru sögur – stórar sögur, þessi þrá lesenda er til staðar hvar sem er í heiminum. Heimsmyndin er svo dökk einmitt núna og við viljum fá að lesa eitthvað sem veitir okkur gleði og ánægju en ekki bara áhyggjur.“ En hvað skyldi einkum freista Stellu sem lesanda af þessum veglega gestalista? „Ég er mjög spennt að sjá hvernig Eka Kurniawan frá Indónesíu fellur að smekk landsmanna. Honum hefur verið líkt við bæði Murakami og Márquez og hann er einstakur sögumaður. Hann hefur einkum vakið athygli fyrir skáldsögu sína Beauty Is a Wound (innskot: íslenskur titill ekki kominn), sem kom út á frummálinu 2002 en náði ekki flugi á alþjóðlegum markaði fyrr en árið 2012 þegar bókin kom út á ensku. Síðan þá hefur hann komið út á fjölda tungumála og fer víða. Frá okkur mun hann til dæmis fara á ítalska bókmenntahátíð. Sögusvið hans er Indónesía á nýlendutíma Hollendinga og bókin mjög skemmtilega skrifuð í alla staði.Svo verð ég líka að nefna Jonas Hassen Khemiri en nýverið kom út á íslensku eftir hann bókin Allt sem ég man ekki. Hann kom hingað á Bókmenntahátíðina árið 2007, þá sem ungur rithöfundur að stíga sín fyrstu skref. Hann hefur sannarlega blómstrað á síðustu árum og því sérstaklega gaman að fá hann aftur núna þegar hann er orðinn stórt nafn í bókmenntaheiminum. Það er sérstaklega gaman að sjá unga höfunda koma og fylgjast með ferli þeirra í framhaldinu og Khemiri er frábært dæmi um það.“ Annar höfundur sem gaman er að segja frá hér er bandaríski sagnfræðingurinn Timothy Snyder. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir bækur sínar um sögu Mið- og Austur-Evrópu á 20. öld og gaf síðan út bók núna í lok febrúar sem er eins konar viðbragð við breyttri heimsmynd og kosningu Trumps í embætti Bandaríkjaforseta. Bókin heitir On Tyranny: 20 Lessons to Learn from the 20th Century og lætur ekki mikið yfir sér, hún er lítil og stutt, en hún er stórmerkileg og eiginlega bara skyldulesning nú í byrjun 21. aldarinnar. Stella segir að mikilvægi hátíðarinnar sé ekki síst fólgið í því að lesendur fái ferska strauma heimsbókmenntanna beint í æð og sjái það sem efst er á baugi í bókmenntaheiminum. „Fyrir bókaþjóð eins og Íslendinga er dýrmætt að eiga slíka hátíð þar sem saman koma bæði erlendir og íslenskir höfundar, hátíð sem er vettvangur umræðu um bókmenntir og skáldskap. Það er líka mikilvægt fyrir íslenska höfunda að mynda tengsl við erlenda kollega sína og gaman að geta boðið upp á slíkt tækifæri hér í Bókmenntaborginni Reykjavík. Hingað hefur ratað mörg stórkanónan og tekið þátt í hátíðinni en ég held að heildarfjöldi höfunda sem tekið hafa þátt í hátíðinni sé eitthvað á fjórða hundraðið.“ Auk erlendra höfunda taka íslenskir rithöfundar einnig þátt og verður tilkynnt um þá í sumar. Þá stendur hátíðin einnig fyrir sérstöku prógrammi fyrir erlenda bókaútgefendur og það þykir sérstaklega eftirsóknarvert að komast í það prógramm sem verður sífellt vinsælla. Umsóknir hafa aldrei verið fleiri en nú. Fyrst og fremst þykir þessi hátíð sérstök fyrir það hversu greiður aðgangur gesta er að höfundunum sjálfum og í raun öfugt. Höfundur kemur kannski og les fyrir nokkur hundruð manns og í framhaldinu er svo möguleiki á spjalli þarna á milli þar sem nándin er mun meiri en á stórum hátíðum úti í heimi. Stemningin hér þykir einstök og aðrar bókmenntahátíðir úti í heimi líta mjög til okkar hvað þetta varðar. Við höfum meira segja dæmi um það að höfundar hafi heimsótt bókaklúbba og leshringi. Við viljum hvetja leshringi og bókaklúbba til þess að hafa samband við okkur ef þeir hefðu áhuga á því að fá til sín höfund eða að hitta þá innan hátíðarinnar. Þetta hefur gerst svolítið af sjálfu sér á síðustu árum og við höfum tekið eftir því hvað höfundunum finnst þetta skemmtilegt þannig að við viljum gjarnan vinna með þetta áfram öllum til gagns og gleði. Það má hafa samband í gegnum Facebook eða tölvupóst á info@bokmenntahatid.is. Svo kemur alltaf eitthvað óvænt og sniðugt upp í tengslum við hverja hátíð. Það kom okkur skemmtilega á óvart þegar krikketspilandi rithöfundar frá Englandi höfðu samband og vildu endilega fá að taka þátt. Við kynntum okkur málið og úr varð að við munum bjóða upp á þennan göfuga leik á flötinni við Norræna húsið á septembersíðdegi, jafnvel gúrkusamloku og gin og tónik með.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. mars.
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira