Annar viðskiptavinurinn sem um ræðir, tævönsk kona, segist hafa keypt eintak af iPhone 8 stuttu eftir að Apple setti símana á markað fyrr í þessum mánuði. Fimm dögum síðar hafi hún sett símann í hleðslu og hann hafi þá bólgnað upp og klofnað í sundur.
Hinn viðskiptavinurinn, japanskur karlmaður, segir síma sinn hafa verið klofinn þegar hann var keyptur. Líklegast þykir að rafhlöður í báðum símunum hafi „bólgnað upp“ og valdið téðum sprungum en viðskiptavinirnir deildu báðir myndum af iPhone 8-símum sínum á Twitter, eins og sjá má hér fyrir neðan.
iPhone8plus pic.twitter.com/eX3XprSzqv
— まごころ (@Magokoro0511) September 24, 2017
iPhoneが昨日より膨らんでる。
— まごころ (@Magokoro0511) September 25, 2017
Apple、早く回収しにきて! pic.twitter.com/sRx6orgxi6
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tæknileg vandamál hafa skotið upp kollinum við útgáfu á nýjum vörum tæknirisa. Á síðasta ári stöðvaði helsti keppinautur Apple, Samsung, sölu á Galaxy Note 7 eftir að símarnir sprungu ítrekað við hleðslu.