Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Erla Björg Gunnarsdóttir og Hersir Aron Ólafsson skrifa 29. september 2017 20:00 Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. Þess í stað verður farið í að byggja bráðabirgðabrú strax á næstu dögum, en þó má ætla að þjóðvegurinn verði lokaður í minnst viku í viðbót á meðan sú vinna stendur yfir. Þá er þjóðvegurinn einnig lokaður við Hólmsá og fólk og fé því innlyksa á hluta svæðisins. Hundruð björgunarsveitarmanna hafa hafst við á Austur- og Suðausturlandi í dag við að ferja fólk, farangur og fé. Meginþungi björgunarstarfa dagsins hefur verið á svæðinu umhverfis Höfn á Hornafirði í dag, þar sem allt að 100 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf og hafa þeir haft þyrlur frá Landhelgisgæslunni sér til aðstoðar. Jónas Hilmas Haraldsson, fulltrúi í aðgerðastjórn, segir að vel hafi gengið að ferja fólk og vistir milli hinna lokuðu svæða í dag. Þá sé fólk ekki beinlínis í hættu heldur miði aðgerðirnar að því að tryggja öryggi íbúa, ferja vistir og koma ferðamönnum af svæðinu. Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, var á Suðausturlandi í dag. Þar ræddi hún við staðarhaldara, bónda, björgunarsveitarmann og ferðamann á svæðinu auk aðgerðastjóra hjá lögreglunni. Samantekt Fréttastofu má sjá í spilaranum hér að ofan og frétt Erlu Bjargar frá vettvangi má sjá í spilaranum að neðan. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. Þess í stað verður farið í að byggja bráðabirgðabrú strax á næstu dögum, en þó má ætla að þjóðvegurinn verði lokaður í minnst viku í viðbót á meðan sú vinna stendur yfir. Þá er þjóðvegurinn einnig lokaður við Hólmsá og fólk og fé því innlyksa á hluta svæðisins. Hundruð björgunarsveitarmanna hafa hafst við á Austur- og Suðausturlandi í dag við að ferja fólk, farangur og fé. Meginþungi björgunarstarfa dagsins hefur verið á svæðinu umhverfis Höfn á Hornafirði í dag, þar sem allt að 100 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf og hafa þeir haft þyrlur frá Landhelgisgæslunni sér til aðstoðar. Jónas Hilmas Haraldsson, fulltrúi í aðgerðastjórn, segir að vel hafi gengið að ferja fólk og vistir milli hinna lokuðu svæða í dag. Þá sé fólk ekki beinlínis í hættu heldur miði aðgerðirnar að því að tryggja öryggi íbúa, ferja vistir og koma ferðamönnum af svæðinu. Erla Björg Gunnarsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, var á Suðausturlandi í dag. Þar ræddi hún við staðarhaldara, bónda, björgunarsveitarmann og ferðamann á svæðinu auk aðgerðastjóra hjá lögreglunni. Samantekt Fréttastofu má sjá í spilaranum hér að ofan og frétt Erlu Bjargar frá vettvangi má sjá í spilaranum að neðan.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira