Bjarki berst um Evrópumeistaratitilinn hjá Fightstar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2017 12:55 Þetta verður svakalegur bardagi. Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið. MMA Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Dagur og lærisveinar hans í úrslit Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Leikmaður Ravens sakaður um óviðeigandi hegðun Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Oggi snýr aftur heim Átján ára lést í fögnuði eftir sigur Eagles Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Willum sagður ætla að bjóða sig fram til formanns ÍSÍ Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Neymar ætlar sér að koma aftur til Evrópu eftir Santos ævintýrið Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið.
MMA Mest lesið Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Íslenski boltinn Lærisveinar Solskjær úr leik Fótbolti „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Körfubolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Körfubolti „Sem betur fer spilum við innanhúss” Körfubolti Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Dagur og lærisveinar hans í úrslit Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Leikmaður Ravens sakaður um óviðeigandi hegðun Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Oggi snýr aftur heim Átján ára lést í fögnuði eftir sigur Eagles Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Willum sagður ætla að bjóða sig fram til formanns ÍSÍ Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Neymar ætlar sér að koma aftur til Evrópu eftir Santos ævintýrið Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Körfubolti