Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 11:00 Teikning af mögulegri bækistöð á Mars. SpaceX Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan. SpaceX Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan.
SpaceX Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira