Ólafía nokkuð frá því að ná niðurskurðinum í Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í einni sandgryfjunni á hringnum í nótt. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira