Viðskipti innlent

Skipar nefnd til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla

Atli Ísleifsson skrifar
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Visir/Ernir
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að koma með tillögur að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Björgvin Guðmundsson hefur verið skipaður formaður nefndarinnar.

Nefndin á að koma með tillögur um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér á landi fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla með með tilliti til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir lýðræðisþróun og samfélagsumræðu, líkt og segir í frétt á vef ráðuneytisins.

„Nefndin er skipuð í framhaldi af því að fulltrúar einkarekinna fjölmiðla hafa vakið athygli stjórnvalda á erfiðleikum sem blasa við í rekstri þeirra og má rekja til ýmissa utanaðkomandi aðstæðna og skorað á stjórnvöld að gera „nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði“.

Nefndin er þannig skipuð:

Björgvin Guðmundsson, formaður, skipaður án tilnefningar,

Elfa Ýr Gylfadóttir, skipuð án tilnefningar,

Hlynur Ingason tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra,

Soffía Haraldsdóttir, skipuð án tilnefningar,

Svanbjörn Thoroddssen sérfræðingur hjá KPMG, skipaður án tilnefningar.“


Tengdar fréttir

Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama






Fleiri fréttir

Sjá meira


×