Enski boltinn

Sjáðu stórvandræðalegt viðtal við Guardiola: Þú ert blaðamaðurinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pep Guardiola var ekki í stuði fyrir spurningar í sjónvarpsviðtali eftir 2-0 sigur Manchester City á Burnley í gær.

„Við unnum og erum mjög ánægðir með það,“ sagpði Guardiola í viðtalinu en óhætt er að segja að hann hafi virst illa fyrir kallaður.

Hann var þá spurður hvort þetta hafi verið tilfinningaríkur dagur fyrir alla hjá félaginu, stjórann meðtalinn. Svarið var einfalt: „Já, gleðilegt nýtt ár.“

Sjá einnig: Tíu leikmenn Man. City náðu að vinna Burnley

Fernandinho fékk að líta rauða spjaldið í leiknum, hans þriðja í sex leikjum, fyrir ljótt brot á íslenska landsliðsmanninum Jóhanni Berg Guðmundssyni.

„Þú ert blaðamaðurinn. Þú sást þetta og þú getur útskýrt þetta sjálfur,“ sagði Guardiola.

Spyrillinn sagðist þá ekki fá borgað fyrir að útskýra svona lagað, heldur að spyrja út í þau. Guardiola sagðist ekki heldur fá borgað fyrir að útskýra ákvarðanir dómara.

Þetta er bara fyrri hluti viðtalsins sem má sjá allt í spilaranum hér fyrir ofan. Það átti ekki eftir að skána, þegar Guardiola var spurður út í ákvarðanir hans um byrjunarliðið, skiptingar og taktík í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×