Afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu á hundrað ára fæðingarafmælinu atli ísleifsson skrifar 20. febrúar 2017 13:53 Listakonan Louisa Matthíasdóttir flutti í Höfða ásamt foreldrum sínum árið 1924, þegar hún var átta ára. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. Louisa var fædd þann 20. febrúar árið 1917 og fór athöfnin því fram á hundrað ára fæðingarafmæli listakonunnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Louisa hafi flutt í Höfða ásamt foreldrum sínum Matthíasi Einarssyni lækni og konu hans Ellen Einarsson árið 1924, þegar hún var átta ára. Fjölskyldan bjó þar til ársins 1937. „Louisa byrjaði snemma að teikna og mála og hafði næmt auga fyrir hinu nálæga og hinu einfalda. Hún eignaðist félaga í hópi ungs fólks sem hittist gjarnan í Unuhúsi, en þar var athvarf skálda og listamanna í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hún fór til listnáms í Danmörku og síðar til Parísar en sneri aftur heim árið 1939. Árið 1942 fór hún til New York til frekara myndlistarnáms og þar kynntist hún eiginmanni sínum listmálaranum Leland Bell. Þau settust að í borginni og eignuðust eina dóttur Temmu Bell.Borgarstjóri við menningarmerkið fyrr í dag.Reykjavíkurborg.Louisa vakti athygli í New York fyrir málverk sem fönguðu nær umhveri hennar á einstaklega næman hátt. Hún málaði myndir af fjölskyldunni, heimilisdýrunum og þegar líða tók á ferilinn málverk sem sýndu minningar frá Íslandi. Einfaldleiki verkanna og einlægni listakonunnar vöktu athygli listgagnrýnenda í hringiðu listalífs stórborgarinnar. Louisa tilheyrði hópi virtra listamanna vestanhafs og hélt sína fyrstu einkasýningu í Jane Street Galleríinu árið 1948 og árið 1958 í Tanager Gallery, auk þess sem hún tók þátt í fjölda samsýninga. Í áraraðir sýndi Louisa ekki mikið hér á landi en árið 1993 var efnt til sýningar á verkum hennar á Kjarvalsstöðum og hún var einnig meðal 28 íslenskra listamanna sem áttu verk á sýningunni íslensk málverk á 20. öld í Hong Kong og síðar í Peking árið 1998. Hún átti einnig verk á sýningu tólf kvenna í Norræna húsinu árið 1998 og það sama ár var fyrsta sýningin á pastelmyndum hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Listasafn Reykjavíkur undirbýr nú viðamikla yfirlitssýningu á verkum frá ferli listakonunnar sem opnuð verður þann 6. maí næstkomandi í vestursal Kjarvalsstaða. Þar gefst kærkomið tækifæri til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag. Sýningarstjóri er Jón Proppé og stendur sýningin til 17. september,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. Louisa var fædd þann 20. febrúar árið 1917 og fór athöfnin því fram á hundrað ára fæðingarafmæli listakonunnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Louisa hafi flutt í Höfða ásamt foreldrum sínum Matthíasi Einarssyni lækni og konu hans Ellen Einarsson árið 1924, þegar hún var átta ára. Fjölskyldan bjó þar til ársins 1937. „Louisa byrjaði snemma að teikna og mála og hafði næmt auga fyrir hinu nálæga og hinu einfalda. Hún eignaðist félaga í hópi ungs fólks sem hittist gjarnan í Unuhúsi, en þar var athvarf skálda og listamanna í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hún fór til listnáms í Danmörku og síðar til Parísar en sneri aftur heim árið 1939. Árið 1942 fór hún til New York til frekara myndlistarnáms og þar kynntist hún eiginmanni sínum listmálaranum Leland Bell. Þau settust að í borginni og eignuðust eina dóttur Temmu Bell.Borgarstjóri við menningarmerkið fyrr í dag.Reykjavíkurborg.Louisa vakti athygli í New York fyrir málverk sem fönguðu nær umhveri hennar á einstaklega næman hátt. Hún málaði myndir af fjölskyldunni, heimilisdýrunum og þegar líða tók á ferilinn málverk sem sýndu minningar frá Íslandi. Einfaldleiki verkanna og einlægni listakonunnar vöktu athygli listgagnrýnenda í hringiðu listalífs stórborgarinnar. Louisa tilheyrði hópi virtra listamanna vestanhafs og hélt sína fyrstu einkasýningu í Jane Street Galleríinu árið 1948 og árið 1958 í Tanager Gallery, auk þess sem hún tók þátt í fjölda samsýninga. Í áraraðir sýndi Louisa ekki mikið hér á landi en árið 1993 var efnt til sýningar á verkum hennar á Kjarvalsstöðum og hún var einnig meðal 28 íslenskra listamanna sem áttu verk á sýningunni íslensk málverk á 20. öld í Hong Kong og síðar í Peking árið 1998. Hún átti einnig verk á sýningu tólf kvenna í Norræna húsinu árið 1998 og það sama ár var fyrsta sýningin á pastelmyndum hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Listasafn Reykjavíkur undirbýr nú viðamikla yfirlitssýningu á verkum frá ferli listakonunnar sem opnuð verður þann 6. maí næstkomandi í vestursal Kjarvalsstaða. Þar gefst kærkomið tækifæri til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag. Sýningarstjóri er Jón Proppé og stendur sýningin til 17. september,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira