Varhugavert að sjúkdómsgreina Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:15 Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Bandaríkjaforseta. Vísir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans. Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir varhugavert að sjúkdómsgreina Donald Trump Bandaríkjaforseta með hvers konar geðraskanir. Hann segir að gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna geti farið fram án slíks. Þetta skrifar Halldór á Facebook siðu sinni í kjölfar ummæla Helga Helgasonar, formanns Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um að forystumenn vinstrimanna á Íslandi séu „meira og minna þjakaðir af geðröskunum.“ „Ef til vill hafa fjölmiðlar vitað lengi af þessum veikleikum hjá vinstrimönnum (vegna þess að þetta hrjáir þá líka) og ekki fundist það fréttnæmt. Vinstrimenn hafa sjálfir sagt frá þessu og fengið meðaumkun og það er vel. En nú býr þetta sama fólk til fréttir um að Donald Trump sé með geðröskun og er fullt af vanlætingu. Þvílíkt pakk! Auðvitað er þetta tilbúningur. En svona vinnur þetta lið,“ skrifaði Helgi í Facebook hóp íslensku Þjóðfylkingarinnar. „Nú skil ég ekki alveg hverja nákvæmlega er verið að væna um hræsni hérna. Það er ekki nægilega heill þráður í 'röksemdafærslunni', svo langt sem hún nær, til þess að átta sig á því. En það er allavega ljóst að það má lesa þetta þannig að verið sé að ýja að því að ég sé mögulega í þessum hópi. Því þarf þá að svara,“ skrifar Halldór Auðar. Hann segist sammála því að tilhneigingin til að sjúkdómsgreina Trump sé mjög varhugaverð og hvimleið og að hann hafi ekki tekið þátt í því sjálfur. „Slíkar greiningar eru til að hjálpa fólki, ekki til að stimpla og jaðarsetja og nota sem tæki í einhverri pólitískri baráttu. Þær eru líka í raun ekkert annað en skáldskapur þegar þær fara ekki fram í samvinnu við viðkomandi manneskju og í návígi við hana. Gagnrýni á hegðun og stefnumál stjórnmálamanna getur algjörlega farið fram án þeirra - og á að gera það.“ Margir hafa efast um geðheilsu Donalds Trump Bandaríkjaforseta undanfarin misseri. Dan P. McAdams, prófessor í sálfræði við Northwestern háskólann, skrifaði til að mynda langa grein í the Atlantic í júní á síðasta ári þar sem hann sálgreindi Trump og komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að hann væri sjálfdýrkandi. Þá er talið að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi miklar áhyggjur af andlegri heilsu forsetans.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af andlegri heilsu Trump Nokkrir bandarískir þingmenn úr Repúblikanaflokknum, hafa áhyggjur af andlegri heilsu forsetans, Donalds Trump. 12. febrúar 2017 18:54