Ísland mun betur búið til að mæta áföllum nú en eftir hrun Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2017 19:30 Bankakerfið er mun betur statt nú en fyrir hrun til að bregðast við mögulegum áföllum í þjóðarbúskapnum, til dæmis ef ferðamönnum fækkaði umtalsvert, að mati Seðlabanka Íslands. Staða heimilanna hafi einnig stórbatnað á undanförnum árum og horfur séu á áframhaldandi hagvexti á næstu árum. Útlán til heimila og fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja í ferðaþjónustu, eru að aukast. En Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því. Þetta sé í takti við aukinn hagvöxt. Talsmenn Seðlabankans kynntu rit sitt fjármálastöðugleika í dag en þar kemur fram að bæði fyrirtæki og heimili hafi notað hagvöxt og aukinn kaupmátt á undanförnum árum til að greiða niður skuldir. Þótt verð íbúðarhúsnæðis hafi náð hæstu hæðum eins og það var fyrir hrun, standi bankakerfið, heimilin og fyrirtækin mun betur nú og skuldastaðan gagnvart útlöndum sé góð. Bönkunum bjóðist líka mun betri vaxtakjör en á árunum eftir hrun og eigi því auðvelt með að endurfjármagna 105 milljarða lán á næsta ári. Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum segir það ekki síst vera hraðan og mikinn vöxt ferðaþjónustunnar sem bætt hafi stöðu þjóðarbúsins á undanförnum árum. En nú eru um 20 prósent útlána bankanna til fyrirtækja til ferðaþjónustunnar, svipað hlutfall og til sjávarútvegsins. „Staðan er nokkuð góð. Við höfum búið við góðar aðstæður undanfarið og fjármálakerfið stendur jafnframt sterkt. En við erum að byrja að sjá taktinn í uppsveiflunni í fjármálasveiflunni byrja að aukast. Útlánin eru að aukast svo við þurfum núna að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Harpa. Útlán til heimilanna hafa aðallega aukist vegna húsnæðiskaupa með auknum kaupmætti þeirra og þá er munurinn á byggingarkostnaði og húnsæðisverði orðinn slíkur að nú borgi sig að byggja á nýjan leik. En staða heimilanna sé góð um þessar mundir. Seðlabankinn býst ekki við alvarlegum áföllum í efnahagslífinu á næstu árum en segir áhættuna helst liggja í stöðu ferðaþjónustunnar og húsnæðisverði. Ef ferðamönnum fækkaði af einhverjum sökum gæti til að mynda hluti um 4.500 íbúða í útleigu til ferðamanna komið inn á almenna markaðinn og valdið verðlækkun. „Við erum nýbúin að fá gögn í hús frá AirBnB og munum greina þau nánar. En eins og þetta birtist okkur núna virðist þetta vera að hafa umtalsverð áhrif á markaðinn,“ segir Harpa. En jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði umtalsvert sem smitaðist út í aðra hluta efnahagslífsins þoli bankakerfið umtalsvert áfall, en þurfi að fara sér hægt í arðgreiðslum og líta fram á veginn.Myndum við vera í svipaðri stöðu og í hruninu haustið 2008 eða myndi kerfið þola áfallið betur? „Já, kerfið þolir áfallið mun betur. Það er mun meira eigið fé og lausafé inni í kerfinu í dag,“ segir Harpa. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Bankakerfið er mun betur statt nú en fyrir hrun til að bregðast við mögulegum áföllum í þjóðarbúskapnum, til dæmis ef ferðamönnum fækkaði umtalsvert, að mati Seðlabanka Íslands. Staða heimilanna hafi einnig stórbatnað á undanförnum árum og horfur séu á áframhaldandi hagvexti á næstu árum. Útlán til heimila og fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja í ferðaþjónustu, eru að aukast. En Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því. Þetta sé í takti við aukinn hagvöxt. Talsmenn Seðlabankans kynntu rit sitt fjármálastöðugleika í dag en þar kemur fram að bæði fyrirtæki og heimili hafi notað hagvöxt og aukinn kaupmátt á undanförnum árum til að greiða niður skuldir. Þótt verð íbúðarhúsnæðis hafi náð hæstu hæðum eins og það var fyrir hrun, standi bankakerfið, heimilin og fyrirtækin mun betur nú og skuldastaðan gagnvart útlöndum sé góð. Bönkunum bjóðist líka mun betri vaxtakjör en á árunum eftir hrun og eigi því auðvelt með að endurfjármagna 105 milljarða lán á næsta ári. Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum segir það ekki síst vera hraðan og mikinn vöxt ferðaþjónustunnar sem bætt hafi stöðu þjóðarbúsins á undanförnum árum. En nú eru um 20 prósent útlána bankanna til fyrirtækja til ferðaþjónustunnar, svipað hlutfall og til sjávarútvegsins. „Staðan er nokkuð góð. Við höfum búið við góðar aðstæður undanfarið og fjármálakerfið stendur jafnframt sterkt. En við erum að byrja að sjá taktinn í uppsveiflunni í fjármálasveiflunni byrja að aukast. Útlánin eru að aukast svo við þurfum núna að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Harpa. Útlán til heimilanna hafa aðallega aukist vegna húsnæðiskaupa með auknum kaupmætti þeirra og þá er munurinn á byggingarkostnaði og húnsæðisverði orðinn slíkur að nú borgi sig að byggja á nýjan leik. En staða heimilanna sé góð um þessar mundir. Seðlabankinn býst ekki við alvarlegum áföllum í efnahagslífinu á næstu árum en segir áhættuna helst liggja í stöðu ferðaþjónustunnar og húsnæðisverði. Ef ferðamönnum fækkaði af einhverjum sökum gæti til að mynda hluti um 4.500 íbúða í útleigu til ferðamanna komið inn á almenna markaðinn og valdið verðlækkun. „Við erum nýbúin að fá gögn í hús frá AirBnB og munum greina þau nánar. En eins og þetta birtist okkur núna virðist þetta vera að hafa umtalsverð áhrif á markaðinn,“ segir Harpa. En jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði umtalsvert sem smitaðist út í aðra hluta efnahagslífsins þoli bankakerfið umtalsvert áfall, en þurfi að fara sér hægt í arðgreiðslum og líta fram á veginn.Myndum við vera í svipaðri stöðu og í hruninu haustið 2008 eða myndi kerfið þola áfallið betur? „Já, kerfið þolir áfallið mun betur. Það er mun meira eigið fé og lausafé inni í kerfinu í dag,“ segir Harpa.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira