Innlent

ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Harlem Désir.
Harlem Désir. öse
Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt.

Þá beinir hann því til íslenskra stjórnvalda að þau haldi aftur af sér varðandi frekari hömlur á störf fjölmiðla vegna málsins.

Þetta kemur fram á vef ÖSE en þar segir að Désir hafi lýst yfir áhyggjum af ákvörðun sýslumanns. Hann segir að beita eigi úrræðum á borð við lögbann í afar takmörkuðum tilfellum og af varfærni.

„Það er lögmætt að vilja vernda persónuupplýsingar en leiðirnar til að ná því fram verða að vera í samræmi við samþykkt viðmið um tjáningarfrelsið. Lögbann á allan fréttaflutning í þessu máli er of mikið og grefur undan frelsi fjölmiðla auk réttar almennings til að vera upplýstur,“ segir Désir.  


Tengdar fréttir

Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm

Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×