Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar nánast frágengin Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. janúar 2017 18:45 Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er nánast frágengin. Ennþá stendur yfir vinna við lokafrágang stjórnarsáttmála en reiknað er með að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir helgi. Forystufólk Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman til fundar í alþingishúsinu klukkan ellefu í morgun en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust á mánudag. Fundi flokkanna lauk klukkan rúmlega fjögur síðdegis.Ekkert bakslag „Við erum að vinna í málefnavinnunni og setja orð niður á blað. Það á eftir að koma í ljós hvort það er langt komið eða ekki en við erum allavega ennþá að á fullu. Núna eftir fundi dagsins erum við aðeins að vinna í sitt hvoru lagi og það kemur í ljós hvort það verður fundur aftur seinna í dag eða á morgun,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir árangur haft náðst í viðræðunum í dag. „Þetta mjakast alltaf svolítið áfram og fer alltaf í rétta átt og ekkert bakslag hefur verið,“ segir Benedikt. Bæði Benedikt og Óttarr ítrekuðu að ekki væri komin endanleg niðurstaða um hvort flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. „Við erum að nálgast sameiginlegan skilning held ég og mér finnst líklegra en ekki að það verði að þessari ríkisstjórn. En maður á aldrei að segja aldrei í þessu samhengi,“ segir Óttarr.Ráðherraskipan nánast frágengin Samkvæmt heimildum fréttastofu er ráðherraskipan ríkisstjórnar flokkanna nánast frágengin og ólíklegt að hún taki breytingum frá því sem ákveðið var í dag. Þá er stjórnarsáttmálinn langt komin og aðeins á eftir að nást samkomulag um endanlegt orðalag hans. En hvenær verður ný ríkisstjórn kynnt? Eftir að stjórnarsáttmálinn er tilbúinn þarf að leggja hann fyrir stofnanir allra flokka til samþykktar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að það verði gert um helgina og ný ríkisstjórn kynnt á þriðjudag. Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er nánast frágengin. Ennþá stendur yfir vinna við lokafrágang stjórnarsáttmála en reiknað er með að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir helgi. Forystufólk Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kom saman til fundar í alþingishúsinu klukkan ellefu í morgun en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust á mánudag. Fundi flokkanna lauk klukkan rúmlega fjögur síðdegis.Ekkert bakslag „Við erum að vinna í málefnavinnunni og setja orð niður á blað. Það á eftir að koma í ljós hvort það er langt komið eða ekki en við erum allavega ennþá að á fullu. Núna eftir fundi dagsins erum við aðeins að vinna í sitt hvoru lagi og það kemur í ljós hvort það verður fundur aftur seinna í dag eða á morgun,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir árangur haft náðst í viðræðunum í dag. „Þetta mjakast alltaf svolítið áfram og fer alltaf í rétta átt og ekkert bakslag hefur verið,“ segir Benedikt. Bæði Benedikt og Óttarr ítrekuðu að ekki væri komin endanleg niðurstaða um hvort flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. „Við erum að nálgast sameiginlegan skilning held ég og mér finnst líklegra en ekki að það verði að þessari ríkisstjórn. En maður á aldrei að segja aldrei í þessu samhengi,“ segir Óttarr.Ráðherraskipan nánast frágengin Samkvæmt heimildum fréttastofu er ráðherraskipan ríkisstjórnar flokkanna nánast frágengin og ólíklegt að hún taki breytingum frá því sem ákveðið var í dag. Þá er stjórnarsáttmálinn langt komin og aðeins á eftir að nást samkomulag um endanlegt orðalag hans. En hvenær verður ný ríkisstjórn kynnt? Eftir að stjórnarsáttmálinn er tilbúinn þarf að leggja hann fyrir stofnanir allra flokka til samþykktar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með að það verði gert um helgina og ný ríkisstjórn kynnt á þriðjudag.
Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira