Stjórnarsáttmálinn að taka á sig mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 10:55 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21
Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00
Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22