Innlent

Brotnar rúður, skemmdir póstkassar og eldur í gámi

Vísir/Vilhelm
Karlmaður var handtekinn í heimahúsi í Hafnarfirði laust fyrir klukkan þrjú, grunaður um heimilisofbeldi og er hann vistaður í fangageymslu. Rétt upp úr miðnætti var annar karlmaður handtekinn í Grafarholti , grunaður um brot gegn nálgunarbanni, og var hann líka vistaður í fangageymslu.

Auk þessa fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt dagbók lögreglunnar, nokkrar tilkynningar um skemmdir af völdum flugelda, meðal annars brotnar rúður í skólum, skemmdir póstkassar, eldur í gámi og fleira.

Þá barst tilkynning um umferðaróhapp á Sæbraut afrein að Miklubraut þar sem ökumaður hafði misst stjórn á bíl sínum og ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn var óslasaður en farþegi bílsins var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Flytja þurfti bílinn á brott með dráttarbifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×