„Ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2017 11:46 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur segir lögregluna telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem handteknir voru um hádegisbil í gær. Hann segir að mennirnir hafi verið skildir að um leið og lögregla kom um borð í Polar Nanoq. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Grímur segist ekki getað gefið neitt upp um mennina, annað en að þeir séu báðir grænlenskir. „Núna er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vinna í þessu. Þetta eru þvingunarráðstafanir og eitt af þeim möguleikum sem lögreglan hefur samkvæmt lögum um meðferð sakamála við ákveðnar aðstæður. Þvingunarráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þá sem þeim er beitt gegn. Það má segja að það er ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu. Ef menn vilja sjá hvort litið er alvarlega á þetta þá er þegar farið er fram með slíka kröfu þá er það alvarlegt.“ Sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq að hádegi í gær og handtóku mennina tvo.Voru mennirnir skildir að þegar þið komuð um borð í skipið í gær? „Um leið og við komum um borð var það gert. Um leið og sérsveitarmenn koma um borð í skipið þá eru þeir skildir að.“ Þriðji maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi og segir Grímur að ekki sé búið að ákveða hvort einnig verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur segir lögregluna telja nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim mönnum sem handteknir voru um hádegisbil í gær. Hann segir að mennirnir hafi verið skildir að um leið og lögregla kom um borð í Polar Nanoq. „Rannsóknin er á því stigi að við teljum nauðsynlegt að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem handteknir fyrir um sólarhring. Svo við höfum lengri tíma til að halda áfram að vinna með þær upplýsingar sem við erum með,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Grímur segist ekki getað gefið neitt upp um mennina, annað en að þeir séu báðir grænlenskir. „Núna er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vinna í þessu. Þetta eru þvingunarráðstafanir og eitt af þeim möguleikum sem lögreglan hefur samkvæmt lögum um meðferð sakamála við ákveðnar aðstæður. Þvingunarráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þá sem þeim er beitt gegn. Það má segja að það er ekki að ástæðulausu sem farið er fram með slíka kröfu. Ef menn vilja sjá hvort litið er alvarlega á þetta þá er þegar farið er fram með slíka kröfu þá er það alvarlegt.“ Sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq að hádegi í gær og handtóku mennina tvo.Voru mennirnir skildir að þegar þið komuð um borð í skipið í gær? „Um leið og við komum um borð var það gert. Um leið og sérsveitarmenn koma um borð í skipið þá eru þeir skildir að.“ Þriðji maðurinn var svo handtekinn í gærkvöldi og segir Grímur að ekki sé búið að ákveða hvort einnig verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Farið fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum Tveir skipverjar á Polar Nanoq, sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, verða færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. 19. janúar 2017 11:11