Innlent

Engar nýjar vísbendingar úr yfirheyrslum sem gagnast við leit að Birnu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá aðgerðum lögreglu í nótt.
Frá aðgerðum lögreglu í nótt. Vísir/Ernir
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar segir að engar nýjar vísbendingar hafi komið fram eftir yfirheyrslur næturinnar sem aðstoði við leit að Birnu Brjánsdóttur.

„Við erum ekki búnir að fá neinar vísbendingar, nýjar, eftir nóttina,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi.

„Þannig að við höldum bara áfram með það sem við höfðum skipulagt miðað við það. Við erum svo tilbúnir að bregðast við ef það kemur eitthvað nýtt út úr yfirheyrslum eða eitthvað slíkt. Við einbeitum okkur að Reykjanesinu í dag og vinnum út frá því sem okkur finnst vera mögulega líklegt. Það er ekki meira sem við erum með.“

Björgunarsveitarmenn munu halda áfram aðgerðum áfram vegna leitarinnar að Birnu á og í kringum vegarslóða á Strandarheiði þegar birtir. Notast verður við sporhunda.

Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.

Þrír skipverjar á Polar Nanoq eru nú í haldi lögreglu vegna málsins og voru þeir yfirheyrðir í alla nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×