Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 00:39 Frá komu lögreglu með skipverjana á lögreglustöðina á Hverfisgötu um klukkan hálf eitt í nótt. Vísir/Ernir Skipverjarnir þrír á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur, eru á leið í yfirheyrslu hjá lögreglu. Mennirnir þrír voru fluttir í lögreglubílum frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti þangað sem skipið lagði að bryggju um upp úr klukkan ellefu. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem sér um rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að mennirnir þrír hafi verið fluttir frá borði. Lögreglubílunum var í framhaldinu ekið á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem yfirheyrslur fara fram. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við lögreglustöðina og héldu allir nema einn sig fyrir utan girðinguna sem afmarkar svæði lögreglu aftan við lögreglustöðina. Sá eini fór inn á svæðið og tók myndir ofan í lögregluaðgerðum við lítinn fögnuð lögreglumanna sem brugðust illa við.Að neðan má sjá þegar mennirnir voru færðir inn á lögreglustöð. Hafa réttarstöðu grunaðs Fram hefur komið að mennirnir þrír hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fyrir liggur að einn skipverji Polar Nanoq hafði rauða Kia-Rio bifreið, sem lögregla lagði hald á við Hlíðarsmára í gær, á leigu föstudaginn 13. janúar. Henni var skilað daginn eftir. Í millitíðinni hvarf Birna Brjánsdóttir.Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land.Vísir/Anton BrinkRauð Kia Rio bifreið sást aka niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5:25 á laugardagsmorgun. Á sama tíma og og sömu slóðum sést Birna ganga upp Laugaveginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðast.Lögregla segir að ekki liggi fyrir hvort Kia Rio-bifreiðin sem skipverjinn leigði sé sú sama og sást í eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Gæðin í eftirlitsmyndavélunum í miðbænum eru ekki næg til að greina númeraplötu bílsins. Töluvert af fólki mætti á Hverfisgötu í kvöld og fylgdist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Anton BrinkLíklega farið fram á gæsluvarðhald á morgunReikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í kvöld. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis á morgun að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á annað kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Skipverjarnir þrír á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem grunaðir eru um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu Brjánsdóttur, eru á leið í yfirheyrslu hjá lögreglu. Mennirnir þrír voru fluttir í lögreglubílum frá Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti þangað sem skipið lagði að bryggju um upp úr klukkan ellefu. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem sér um rannsókn málsins, staðfestir við Vísi að mennirnir þrír hafi verið fluttir frá borði. Lögreglubílunum var í framhaldinu ekið á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem yfirheyrslur fara fram. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við lögreglustöðina og héldu allir nema einn sig fyrir utan girðinguna sem afmarkar svæði lögreglu aftan við lögreglustöðina. Sá eini fór inn á svæðið og tók myndir ofan í lögregluaðgerðum við lítinn fögnuð lögreglumanna sem brugðust illa við.Að neðan má sjá þegar mennirnir voru færðir inn á lögreglustöð. Hafa réttarstöðu grunaðs Fram hefur komið að mennirnir þrír hafi réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Fyrir liggur að einn skipverji Polar Nanoq hafði rauða Kia-Rio bifreið, sem lögregla lagði hald á við Hlíðarsmára í gær, á leigu föstudaginn 13. janúar. Henni var skilað daginn eftir. Í millitíðinni hvarf Birna Brjánsdóttir.Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land.Vísir/Anton BrinkRauð Kia Rio bifreið sást aka niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur klukkan 5:25 á laugardagsmorgun. Á sama tíma og og sömu slóðum sést Birna ganga upp Laugaveginn. Ekkert hefur spurst til hennar síðast.Lögregla segir að ekki liggi fyrir hvort Kia Rio-bifreiðin sem skipverjinn leigði sé sú sama og sást í eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. Gæðin í eftirlitsmyndavélunum í miðbænum eru ekki næg til að greina númeraplötu bílsins. Töluvert af fólki mætti á Hverfisgötu í kvöld og fylgdist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Anton BrinkLíklega farið fram á gæsluvarðhald á morgunReikna má með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Til þess hefur lögregla sólarhring frá því þeir voru handteknir. Tveir voru handteknir í hádeginu í gær og sá þriðji á níunda tímanum í kvöld. Lögregla hefur því annars vegar til hádegis á morgun að fara fram á gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur og fram á annað kvöld að óska eftir varðhaldi yfir hinum þriðja.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir leiddir í land og á leið í yfirheyrslu 19. janúar 2017 00:01 Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni Polar Nanoq kyrrsett á meðan lögreglan leitar. 18. janúar 2017 22:33